Linda Ben

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

Ljúffeng hunangs kaka með fíkju rjómaostakremi

 • 115 g smjör
 • 1 ¾ dl sykur
 • 2 egg
 • 3 ½ dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk kanill
 • ½ tsk salt
 • 1 ¼ dl súrmjólk
 • ½ dl hunang
 • 1 tsk vanilludropar

Fíkju rjómaostakrem

 • 100 g smjör
 • 100 g rjómaostur
 • 300 g flórsykur
 • Bleika kjötið innan úr 2 ferskum fíkjum
 • 6-8 ferskar fíkjur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
 2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið á milli.
 3. Blandað saman þurrefnum í eina skál og blautum hráefnum í aðra skál (súrmjólk, hunang og vanilludropar). Setjið helminginn af þurrefnunum út í eggjablönduna og helminginn af blautu hráefnunum, hrærið varlega saman og klárið svo að blanda öllu saman.
 4. Smyrjið 23 cm smelluform með smjöri og hellið blöndunni ofan í, bakið í u.þ.b. 35 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
 5. Kælið kökuna og gerið kremið tilbúið með því að þeyta saman smjör og rjómaost þar til létt og ljós, bætið því næst flórsykrinum út í og kjötinu innan úr fíkjunum. Þeytið þar til mjög mjúkt og setjið ofan á kökuna frekar þykkt lag af kremi.
 6. Skerið fíkjurnar í 4 hluta hvora og raðið þeim ofan á kökuna.

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5