Linda Ben

Ljúffeng og auðveld möndlukaka – þessa verðuru að prófa!

Recipe by
1 klst
Prep: 15 mín | Cook: 40 - 50 mín | Servings: 12 manns

Ég hef verið mikill aðdáandi marsípans frá því ég man eftir mér, ég elska t.d. marsípan molana í Nóa konfektinu og kransakökur.

Ég rakst svo á uppskrift á netinu af einfaldri möndluköku með marsípani.

Allir marsípan aðdáendur munu elska þessa köku. Kakan er þétt, bragðið er ljúft og uppskriftin einföld, þvílíkur unaður!

_MG_5023 copy

Innihald:

  • 250 g marsípan
  • 250 g smjör
  • 150 g sykur
  • 1/4 tsk möndludropar
  • 1/4 tsk vanilludropar
  • 6 stór egg
  • 150 hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170°C
  2. Marsípan, smjör og sykur eru sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
  3. Droparnir eru settir út í og blandað.
  4. Eitt egg er sett út í blönduna í einu og blandað mjög vel saman á milli.
  5. Að lokum er hveitinu og lyftiduftinu bætt út í og blandað vel.
  6. Ég setti deigið í 18 cm smurt hringform, kakan varð þannig há og flott.
  7. Bakið kökuna í 40-50 mín

Ég valdi að smyrja kökuna með bleiku glassúri og fannst það fullkomna möndluköku fýlinginn.

Innihald:

  • 250 g flórsykur
  • 3 msk mjólk
  • 1 dropi ljósbleikur matarlitur

Aðferð:

  1. Blandið öllum innihaldsefnum saman og smyrjið á kökuna

_MG_5081

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Anonymous

    Uppáhalds kakan mín, ég hef ekki tölu á þvi hvað ég hef gert hana oft!

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5