Linda Ben

Ljúffeng Vanillukaka með hvítu súkkukaði og sítrónukremi

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstafi við Nóa Síríus

Hér höfum við svo ljúffenga útgáfu af klassísku vanillukökunni minni. Vanillukakan er einstaklega fljótleg og einföld að útbúa þar sem hún er útbúin úr Vanillukökumixinu mínu. Kökumixin mín eru fáanleg í öllum Krónuverslunum um land allt.

Kremið er gert ómótstæðilegt með hvítu súkkulaði og spautað á kökuna í stórum doppum. Sítrónu curdi er svo dreift yfir kremið, það passar alveg svakalega vel með vanillukökunni, gefur henni ferskan og vorlegan blæ.

Ljúffeng Vanillukaka með sítrónukremi 

Ljúffeng Vanillukaka með sítrónukremi 

Ljúffeng Vanillukaka með sítrónukremi 

Ljúffeng Vanillukaka með sítrónukremi 

Ljúffeng Vanillukaka með sítrónukremi 

Ljúffeng vanillukaka með hvíttsúkkulaði og sítrónukremi

 • 500 g Linda Ben Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda
 • 3 egg
 • 150 g brætt smjör/150 ml bragðlítil olía
 • 1 dl vatn

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
 3. Smyrjið tvö 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
 4. Kælið botnana að stofuhita og útbúið kremið á meðan. Uppskriftin er hér fyrir neðan.

Hvíttsúkkulaði og sítrónukrem

 • 400 g mjúkt smjör
 • 500 g flórsykur
 • 200 g Síríus hvítt súkkulaðidropar
 • 1 dl rjómi
 • 200 g Sítrónu Curd (fæst tilbúið í mörgum matvöruverslunum)

Aðferð:

 1. Bræðið saman hvítt súukkulaði og rjóma, kælið blönduna.
 2. Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
 3. Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til létt og loftmikið.
 4. Bætið hvítsúkkulaðibráðinni út í og hrærið þar til silkimjúkt.
 5. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið mörgum stórum doppum á neðri kökubotninn, setjið vel af sítrónu curd yfir, leggið seinni kökubotninn yfir og sprautið krremi á hann og setjið svo sítrónu curd yfir.
 6. Skreytið með berjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5