Linda Ben

Maísbaunasalat

Þetta maísbaunasalat er ljúffengt meðlæti sem passar með fjöldanum öllum af mat, til dæmis lambakjöti og kjúkling.

Maískornsalat

Maískornsalat

Maísbaunasalat

Sósa

 • 1/2 dl kaldpressuð jómfrúar ólífu olía
 • 3 msk hvítvínsedik
 • 2 msk majónes
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk pipar

Salat

 • 1/2 rauðlaukur
 • 1/2 agúrka
 • 1/2 – 1 ferskur jalapenó
 • 1 gulrót (meðalstór eða 2 stk litlar)
 • 2 dósir maísbaunir

Aðferð:

 • Byrjið á því að útbúa sósuna með því að setja í stóra skál ólífu olíu, hvítvínsedik, majónes, rifinn hvítlauksggeira, paprikukrydd, salt og pipar. Hrærið saman.
 • Ofan í sósuna bætiði smátt sneiddum rauðlauk, agúrkubitum, sneiddum jalapenó, rifinni gulrót og maísbaunum, hrærið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Maískornsalat

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5