Linda Ben

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

Recipe by
1 1/2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Hér höfum við alveg dásamlega góða marensrúllutertu sem sómir svo aldeilis vel á svona góðviðrisdögum eins og þessum.

Marengsinn sjálfur er mjúkur, þ.e. hann er stökkur að utan en ekki alveg bakaður í gegn, en það eru bestu marengsarnir að mínu mati. Svo djúsí og góðir. Rúllurtertan er svo fyllt með mangóbitum og ástaraldin sem gerir hana svo ferska og sumarlega. Þetta sæta með súra ástaraldininu er eitthvað annað gott!

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

 • 5 eggjahvítur
 • 1/4 tsk cream of tartar
 • 300 g sykur
 • 30 g kornsterkja (maizenamjöl)
 • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
 • 2 mangó
 • 3 ástaraldin

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
 2. Blandið saman sykrinum og kornsterkjunni, leggið til hliðar.
 3. Setjið eggjahvíturnar í skál ásamt cream of tartar, byrjið að þeyta. Þegar eggjahvíturnar byrja að freyða setjiði þá sykurblönduna út í ínokkrum skömmtum og þeytið svo áfram þar til stífir toppar hafa myndast.
 4. Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið eggjahvíturnar á smjörpappírinn. Sléttið úr með spaða þar til kakan er orðin u.þ.b. 25×35 cm stór.
 5. Bakið í 30 mín og takið út úr ofninum og leyfið honum að kólna.
 6. Þeytið rjómann, skerið 1 1/2 mangó í teninga og einn helminginn í sneiðar. Skerið 2 ástaraldinið í helminga og takið innan úr þeim og setjið í skál.
 7. Setjið smjörpappír á borðið sem er aðeins stærri en marengsinn. Hvolfið marengsnum á nýja smjörpappírinn og takið gamla smjörpappírinn í burtu.
 8. Smyrjið u.þ.b. 3/4 af þeytta rjómanum á marengsinn, dreyfið mangó teningunum yfir rjómann ásamt ástaraldinkjötinu.
 9. Rúllið rúllutertunni upp frá langhliðinni, byrjið á því að rúlla litlum hluta þétt upp (notið smjörpappírinn til að hjálpa ykkur) og rúllið svo restinni upp.
 10. Komið rúllutertunni fyrir á bakka og setjið restina af rjómanum ofan á hana. Skreytið með mangó sneiðum og innihaldinu úr þriðja ástaraldininu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5