Linda Ben

Mangó og avocadó smoothie

Uppskrift eftir:
5 mín

Auglýsing

Þessi smoothie er í miklu uppáhaldi hjá mér núna, það er mismunandi hvort ég borði hann beint með skeið eða geri svona smoothie-skál, alltaf er hann þó jafn góður!

_MG_8084

Mangó og avocadó smoothie

 • 2 dl frosið mangó
 • 1 avocadó
 • ½ sítróna
 • 1 msk chia fræ
 • 1 skammtur vanillu prótein
 • ½ tsk matcha te
 • vatn

Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara og maukið þar til verður að þykkum drykk. Hægt er að borða sm00thie-inn beint með skeið eða gera smoothie-skál. Ef þið veljið að gera skál, skreytiði þá hana með því sem þið eigið heima og ykkur finnst gott.

Tillaga að skrauti:

 • Jarðaber
 • Bláber
 • Haframjöl
 • Möndluflögur

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

_MG_8087

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5