Linda Ben

Marengsísterta með karamellukurli

Recipe by
| Servings: Unnið í samstrarfi við Kjörís

Marengsísterta með karamellukurli.

Einstaklega ljúffeng marengsísterta með seigum möndlumarengsbotni og karamellukurls ís.

Maður byrjar á því að baka marengstertuna og kælir hana alveg. Svo setur maður ísinn yfir og þá er hún tilbúin. Einfalt og ótrúlega gott!

marengsísterta með karamellukurli

marengsísterta með karamellukurli

marengsísterta með karamellukurli

marengsísterta með karamellukurli

Marengsísterta með karamellukurli

  • 4 eggjahvítur
  • ¼ tsk cream of tartar
  • 200 g flórsykur
  • 180 g möndluflögur
  • 2 l Mjúkís ársins 2021 með karamellukurli og dökkri karamellu
  • Karamellukurl
  • Fersk hindber

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C og undir+yfir hita.
  2. Setjið eggjahvíturnar í skál ásamt cream of tartar og þeytið þar til byrjar að freyða. Setjið þá 1 msk af flórsykri út í einu á meðan þeytt er. Þeytið þar til alveg stífir toppar myndast.
  3. Blandið möndluflögunum saman við með sleikju.
  4. Takið 23 cm smelluform og klæðið það með smjörpappír að innan. Hellið marengsinum ofan í og bakið í 30 mín. Takið út úr ofninum og leyfið kökunni að kólna.
  5. Takið ísinn úr frysti og leyfið honum aðeins að ná mesta frostinu úr sér. Setjið ísinn ofan í kökuformið ofan á marengsinn og sléttið úr honum án þess að kremja marengsinn (gætuð þurft að bíða svolítið eftir að ísinn mýkist meira). Setjið í frysti þar til ísinn er alveg frosinn í gegn aftur u.þ.b. 4 klst.
  6. Takið kökuna úr fyrstinum og setjið á kökudisk, skreytið með karamellukurli og ferskum hindberjum.

 

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

marengsísterta með karamellukurli

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5