Linda Ben

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi.

Allar þessar jarðhræringar eru að hafa þau áhrif á mig að mig langar helst bara að vera baka. Baka góðar og djúsí kökur sem láta manni líða vel og eru eins og lítil borðanleg knús.

Hér höfum við nýja útfærslu af geisivinsælu djöflatertunni sem þið ættuð vel flest að kannast við. Hér er kakóið einungis sett í helminginn af deiginu og útfærslan er gullfalleg, skemmtileg og afskaplega bragðgóð!

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi

Marmaraterta með ljósu súkkulaðikremi

  • 1 ¾ dl bragðlaus olía
  • 3 egg
  • 2 ¼ dl súrmjólk/ab-mjólk
  • 4 dl sykur
  • 4 ¾ dl hveiti
  • 1 ½ tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • ½ dl kakó
  • ½ dl mjög sterkt kaffi við stofuhita

Krem

  • 300 g smjör
  • 150 g rjómaostur
  • 500 g flórsykur
  • 50 g kakó
  • 2 tsk vanilludropar
  • ½ dl mjög sterkt kaffi við stofuhita (má skipta út fyrir rjóma ef þú vilt ekki kaffi)
  • 50 g suðu súkkulaði
  • 25 g smjör

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á undir og yfir og 175°C.
  2. Hrærið saman olíu, eggjum og súrmjólk.
  3. Í aðra skál blandið saman sykri, hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti, bætið því svo saman við eggjablönduna.
  4. Takið helminginn af deiginu frá og skiljið hinn helminginn eftir í hrærivélaskálinni.
  5. Blandið saman kakóinu og kaffinu. Bætið því svo saman við helminginn sem er í hrærivélaskálinni og hrærið öllu þar til blandað saman.
  6. Smyrjið tvö 20 cm form og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  7. Kælið botnana og skerið kúfaða toppinn af botnunum þannig þeir eru flatir.
  8. Bræðið saman smjörið og súkkulaðið.
  9. Til að gera kremið hrærið smjörið þar til það er létt og loftmikið. Bætið rjómaostinum saman við og því næst flórsykrinum, hrærið þar til létt og loftmikið. Bætið súkkulaðinu út i kremið og blandið saman.
  10. Setjið neðri kökubotninn á kökudisk og u.þ.b. ¼ af kreminu á botninn, setjið því næst seinni botninn og hjúpið kökuna með kreminu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5