Linda Ben

Matarmiklar bakaðar grænmetisvefjur

Recipe by
1 klst
Prep: 40 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4 - 5 manns

Þessar grænmetisvefjur eru hollar og æðislega góðar!

Það er mjög auðvelt að útbúa þær og taka ekki langan tíma.

Vefjurnar voru sko ekki lengi að hverfa af matarborðinu þegar þær voru bornar fram og allir voru vel saddir lengi á eftir vegna þess hve mettandi þær eru.

Matar miklar bakaðar grænmetisvefjur

Matarmiklar bakaðar grænmetisvefjur:

  • 2 sætar kartöflur
  • 1 dl brún hrísgrjón
  • 1 dós svartar baunir
  • 1 dós gular baunir
  • 1 laukur
  • 2 tsk cumin
  • ½ tsk cayenne pipar
  • ½ tsk túrmerik
  • 1 tsk papriku krydd
  • ½ tsk salt
  • 6 vefjur
  • Salsa sósa
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Skerið sætu kartöflurnar í 4 bita hvor og setjið í pott af sjóðandi vatni, sjóðið þangað til þær eru nánast tilbúnar.
  2. Sjóðið 1 dl af brúnum hrísgjrónum í 4 dl af vatni þangað til þau eru nánast full soðin.
  3. Stillið ofninn á 200°C.
  4. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnu þangað til hann verður glær.
  5. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið þær niður í litla bita.
  6. Setjið sætu kartöflurnar, hrísgrjónin og baunirnar út á pönnuna og kryddið með cumin, cayenne pipar, túrmeriki, papriku og salti eftir smekk.
  7. Raðið 6 vefjum á borð og skiptið fyllingunni á milli. Rúllið vefjunum upp.
  8. Setjið 2-3 msk af salsa sósu í botninn á stóru eldföstu móti og raðið vefjunum í það.
  9. Setjið afganginn af salsa sósunni yfir vefjurnar og á milli þeirra. Setjið svo rifinn ost ofan á hverja vefju.
  10. Bakið inn í ofni þangað til osturinn hefur bráðnað og er byrjaður að brúnast.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Matar miklar bakaðar grænmetisvefjur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í uppskrift fást í Kosti.

Category:

One Review

  1. Rósa G Jónsd.

    Mjög góðar, er búin að gera þær nokkrum sinnum og mæli með 🙂
    Bætil smá kjúkling við

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5