Linda Ben

Matcha & lime chiagrautur

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir | Servings: 1 grautur

Matcha og lime chiagrautur sem er ofur hollur og góður. Þessi grautur er stútfullur af góðum innihaldsefnum sem næra líkamann okkar og sál. Matchað vekur líkamann mjúklega en það er einnig mjög andoxurnarefnaríkt. Chiafræin eru rík af trefjum og omega 3 fitusýrum. Hafraskyrið gerir svo chiagrautinn meirar seðjandi og gefur meiri fyllingu í bragðið.

Ég margfalda oft þessa uppskrift og hef nokkur svona glös tilbúin inní ísskáp til þess að eiga til í morgunmat. Þannig spara ég mér tíma og tiltekt með því að æutbúa marga holla rétti í einu.

Matcha & lime chiagrautur

Matcha & lime chiagrautur

Matcha & lime chiagrautur

Matcha & lime chiagrautur

Matcha & lime chiagrautur

Matcha & lime chiagrautur

  • 2 msk chia fræ
  • 1 1/2 dl plöntumjólk (ég nota yfirleitt heimatilbúna möndlumjólk)
  • 1 tsk matcha
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk hunang eða hlynsíróp (má sleppa)
  • 150 g hafraskyr frá Veru Örnudóttir með lime og kókos
  • 1 msk pistasíuhnetur

Aðferð:

  • Blandið saman chia fræjum, plöntumjólkinni, matcha, vanilludropum og hunangi, látið standa í u.þ.b. 15-20 mín eða þar til blandan er orðin þykk. Það er gott að hræra regluulega í blöndunni á meðan hún er að taka sig.
  • Setjið hafraskyrið ofan á chiablönduna. Skerið pistasíuhneturnar og deifið yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5