Linda Ben

Mexikósk pizza

Uppskrift eftir:
30 mín
Prep: 15 mín | Cook: 15 mín | Servings: 4 - 5 manns

Skemmtileg og góð mexíkósk pizza sem tekur mjög stutta stund að útbúa og er virkilega einföld.

Ostur, hakk og grænmeti er bakað á milli vefja, þangað til myndast hefur djúsí og æðisleg pizza.

Mexikósk pizza Mexikósk pizza

Mexikósk pizza, uppskrift:

 • 1 bakki hakk
 • 1 laukur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk þurrkað chilli krydd
 • 1 tsk cumin
 • Salt og pipar
 • 4 stk vefjur
 • Salsa sósa
 • 1 paprika
 • Rifinn ostur
 • Gular baunir
 • Avokadó
 • Sýrður rjómi

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 200ºC.
 2. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnu.
 3. Setjið hakkið út á pönnuna ásamt paprikukryddi, chilli kryddi, cumin, salti og pipar. Steikið.
 4. Rífið hvítlauksgeirann með rifjárnið og setjið út á hakkið, steikið létt og slökkvið svo á hitanum.
 5. Raðið 2 vefjum á sitthvora ofnplötuna með smjörpappír undir.
 6. Setjið ost á vefjuna og skiptið svo hakkinu á milli vefjanna.
 7. Setjið papriku smátt skorna ofan á hakkið ásamt gulum baunum og meira af osti.
 8. Setjið vefjur ofan á og setjið svo salsa sósu ofan á og ost. Bakið inn í ofni þangað til osturinn hefur bráðnað og er aðeins byrjaður að brúnast.
 9. Skerið niður avokadó og dreifið yfir pizzuna ásamt gulum baunum og chilli flögum. Setjið stóra matskeið af sýrðum rjóma ofan á hverja pizzu fyrir sig.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Mexikósk pizza

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

2 Reviews

 1. Guðrún Birna

  Geggjuð pizza og svo einföld og fljótgerð !

  Star
 2. Linda

  Gott að heyra 😀

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5