Linda Ben

Mexíkóskt taco pasta

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Krónuna | Servings: 4-5 manns

Þessi réttur hljómar kannski óvenjulega en vá þetta er svo gott! Þessi réttur er kannski ekki fyrir þá allra hefðbundnustu en ef þér finnst gaman að prófa þig áfram með mat og langar að prófa eitthvað nýtt þá er þetta eitthvað fyrir þig. Einnig ef þú getur ekki ákveðið þig hvort þig langi í mexíkóskt í matinn eða ítalskt þá er ekkert í fyrirstöðunni að blanda þessum þjóðarréttum saman.

Maður byrjar á því að sjóða pastað eins og vanalega. Svo steikir maður lauk á pönnu, ef þú vilt hafa réttinn kjötmeiri þá bætir þú nautahakki á pönnuna hér. Svo setur maður gular baunir og rauðar nýrnabaunir. Hellir svo hökkuðum niðursoðnum tómötum út á pönnuna ásamt chunky salsa sósu. Svo kryddar maður sósuna til með  góðu taco kryddi. Síðast blandar maður pastanu og sósunni saman, setur í eldfastmót, toppar með rifnum osti og bakar inn í ofni þar til osturinn er bráðnaður.

Ég fór og verslaði í matinn í Krónunni eins og vanalega nema núna fór ég í Skeifuna og skoðaði þurrvörubarinn þar. Þurrvörubarinn er ótrúlega sniðug umhverfisvæn lausn þar sem maður getur keypt matvörur án umbúða. Ég tók sem sagt með mér box að heiman og setti matvörurnar beint ofan í boxið. Það var hægt að kaupa tvær gerðir af pasta, fullt af baunum og hrísgrjón án umbúða. Allt mjög snyrtilegt, það eru engar skóflur eða skeiðar heldur hellist maturinn í boxinn þegar maður tekur í handfang. Það að mér leið mjög vel með að nota þennan bar, en mér er mjög annt um allt hreinlæti þegar kemur að mat, finnst mér segja mikið. Frábær lausn til að gera eldamennskuna umhverfisvænni og minnka rusl. Ef maður gleymir að taka með sér box í búðina eða tekur kannski of fá box er hægt að nota pappírspoka undir matinn.

Mexíkóskt taco pasta

Mexíkóskt taco pasta

Mexíkóskt taco pasta

 • 250 g litaðar skrúfur (keypti þessar af umbúðarlausa barnum í Krónunni)
 • 1 laukur
 • 500 g hakk (ef þið viljið matar og kjötmeiri rétt)
 • 150 g gular baunir (ég nota grön balance)
 • 400 g rauðar nýrnabaunir (má sleppa ef þið notið hakk)
 • 400 g hakkaðir niðursoðnir tómtar (grön balance)
 • 300 g chunky salsa medium
 • 1-2 msk taco kryddblanda
 • 150 g rifinn mozzarella ostur (ég nota Urtekram)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið vatn í pott og náið upp suðunni, bætið salti í pottinn ásamt pastanum, sjóðið pastað í u.þ.b. 10 mín eða þar til það er nánast soðið, smá bit í því ennþá.
 3. Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnu ásamt hakkinu (ef þið notið hakk). Bætið baununum út á pönnuna ásamt niðursoðnu tómötunum og salsa sósunni. Kryddið til með taco kryddinu.
 4. Setjið pastað í eldfastmót og hellið sósunni yfir, blandið saman. Setjið rifinn ost yfir og bakið í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn er bráðnaður.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Mexíkóskt taco pasta

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5