Linda Ben

Mini súkkulaði ostakökur

Recipe by
3 klst
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 15 mini ostakökur

Hér höfum við alveg dásamlega góðar litlar súkkulaði ostakökur. Þær saman standa af póló kexbotni sem er nýja uppáhalds kexið mitt til að hafa í botninn á ostakökum, það er svo ótrúlega gott!

Þú getur gert þessar ostakökur daginn áður og geymt í frysti yfir nótt. Tekið svo úr frystinum og skreytt þær svo með súkkulaðibráðinni þegar þú tekur þær úr frystinum.

Dásamlega góður eftirréttur eftir hvaða máltíð sem er.

Mini súkkulaði ostakökur

Mini súkkulaði ostakökur

Mini súkkulaði ostakökur

Mini súkkulaði ostakökur

 • 300 g Póló kókoskex
 • 50 g smjör
 • 300 g rjómaostur
 • 100 g flórsykur
 • 4 dl (skipt í 2 dl, 1 dl og 1 dl) rjómi
 • 200 g (skipt í 100 g og 100 g) 70% suðusúkkulaði

Aðferð:

 1. Setjið Póló kexið í matvinnsluvél og maukið. Bræðið smjörið og blandið saman við kexmaukið. Skiptið kexmaukinu í 15 bollakökuform (ég nota sílíkon form en það er hægt að nota bollakökuálbakka og pappírsform í hann). Þrýstið vel í botninn þannig að kexmaukið er alveg slétt í botninum. Setjið í frystinn á meðan fyllingin er útbúin.
 2. Setjið 1 dl rjóma og pott og hitið að suðu. Brjótið 100 g súkkulaði í skál og hellið heitum rjómanum yfir, hrærið þar til samlagað. Leyfið að kólna í smástund.
 3. Setjið tvo dl rjóma í hrærivélaskál og þeytið. Þegar rjóminn er orðinn létt þeyttur helliði brædda súkkulaðinu út í í mjórri bunu með þeytarann í gangi. Þeytið þar til rjóminn er tilbúinn.
 4. Setjið rjómaost og flórsykur í skál, hrærið saman. Hellið hluta af þeytta rjómanum út í og hrærið varlega með sleif. Bætið restinni af þeytta rjómanum út í og blandið varlega saman.
 5. Hellið deiginu ofan á kexbotninn, setjið í fyrsti í u.þ.b. 2 klst (eða lengur)
 6. Hitið 1 dl af rjóma og brjótið 100 g súkkulaði í skál og hellið rjómanum yfir, hrærið þar til samlagað.
 7. Takið ostakökurnar úr bollakökuformunum og raðið á bakka. Setjið brætt súkkulaði yfir hverja ostaköku.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Mini súkkulaði ostakökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5