Linda Ben

Miso marineruð bleika með agúrkusalatssósu

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Hér höfum við virkilega bragðmikla og góða bleikju. Þetta er hollur og góður réttur sem tikkar í öll boxin hvað varðar góða næringu.

Best er að útbúa marineringuna með svolitlum fyrirvara og leyfa bleikjunni að draga hana vel í sig. Ef þú nærð að láta bleikjuna liggja í marineringunni í klukkutíma þá er það mjög gott.

Annars er þetta rosalega fljótlegur réttur. Ég elska að bera fram quino sem meðlæti, það er mjög hollt, prótein og trefjaríkt, en fyrst og fremst elska ég hvað það tekur stuttan tíma að elda það. Maður einfaldlega skolar það fyrst í sigti til að ná í burtu beiska bragðinu, svo setjur maður það í pott með vatni, setur lokið á og sýður. Svo u.þ.b. 10-15 mín seinna er það tilbúið. Best er að fluffa það örlítið með gaffli áður en maður ber það fram.

Agúrkusalatið minnir svolítið á raita sósu en er einfaldari. Ágúrkan er sneidd í sneiðar (ég nota alltaf ostaskera í það), grísku jógúrti er blandað saman við lime safa, hunangi og salti&pipar og hellt yfir agúrkurnar.

Miso marineruð bleika með jógúrt agúrku sósu

Miso marineruð bleika með jógúrt agúrku sósu

Miso marineruð bleika með jógúrt agúrku sósu

Miso marineruð bleika með agúrkusalatssósu

 • 1 kg bleika
 • 1/2 dl soja sósa með litlu salti
 • 2 msk hunang
 • 1 msk hvítt miso mauk (white miso paste)
 • 1 msk ólífu olía
 • 4 hvítlauuksgeirar
 • safi úr 1 lime
 • 2 dl quinoa
 • Smá graslaukur (má sleppa)

Agúrkusalatssósa

 • 1 agúrka
 • 1 dl grískt jógúrt frá Örnu mjólkurvörum
 • Safi og börkur af 1/2 lime
 • 1 msk hunang
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Setjið soja sósu, hunang, hvítt miso mauk, ólífu olíu, lime safa og pressaða hvítlauksgeira í skál og hrærið saman.
 2. Setjið bleikjuflökin í eldfastmót og hellið marineringunni yfir. Snúið flökunum svo öfugt þannig að marineringin drekkist inn í bleikjuna. Látið standa í a.m.k. 20 mín.
 3. Kveikið á ofninum, stillið á 200°C.
 4. Setjið quinoað í fínt sigti og skolið það vel. Setjið það svo í pott ásamt 4 dl af vatni. Sjóðið þar til tilbúið u.þ.b. 15 mín, þið finnið að það er alveg mjúkt og meira fluffý.
 5. Á meðan quinoað er að sjóða, snúið bleikjuflökunum aftur við þannig að roðið snúi niður. Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 20 mín.
 6. Á meðan bleikjan er inn í ofni, skerið þá agúrkuna í sneiðar. Í aðra skál blandið saman grísku jógúrti, lime safa og berki, hunangi og blandið saman, kryddið með salti og pipar.
 7. Berið fram allt saman og skerið smá graslauk niður ef þið viljið og dreifið yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Miso marineruð bleika með jógúrt agúrku sósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5