Linda Ben

Mjúkar marsípan bollakökur sem klessast með silkimjúku brómberja smjörkremi

Recipe by
1 klst
Cook: 10-12 mín | Servings: 21 bollakaka

Ég elska kökur sem eru mjúkar og “bouncy” við snertingu en þegar bitið er í þær þá verður áferðin svolítið klessuleg. Þessar marsípan bollakökur (eða cupcakes ef þið viljið frekar kalla þær það) eru akkurat þannig. Þær eru ljósar, áferðar fallegar, silki mjúkar og ljúfar en þegar bitið er í þær kemur í ljós að þetta eru alls engar venjulegar bollakökur.

Ég vil benda á að þessar kökur má alls ekki ofbaka, um leið og 10 mín eru liðnar af bökunartímanum og fylgjast afskaplega vel með. Toppurinn á að vera byrjaður að gullin brúnast, þá er best að stinga í kökurnar og athuga hvort þær séu bakaðar í gegn. Um leið og ekkert kemur með hnífnum upp úr kökunum skal taka þær úr ofninum og úr bollaköku álbakkanum um leið og færi gefst.

Ég baka alltaf allar bollakökur í álbakka, það heldur utan um pappírsmótið sem annars gefur mjög mikið eftir. Að mínu mati þá er alls ekki nóg að baka bollakökur einungis í pappís mótum (í mínum huga svipar það til að baka köku einingis í saman brotnum smjörpappír), pappírinn heldur alls ekki nógu vel utan um degið, kökurnar verða flatari, ójafnari sem þýðir að þær verða misbakaðar og yfirleitt (afsakið hreinskilnina) óþarflega ljótar.

Deigið svipar mikið til svampbotnadeigs, það inniheldur mikið af eggjum og það þarf að hræra það vel, alls ekki vanmeta hvað loftmikið deig getur skilað sér í góðum bakstri.

marsípan bollakökur cupcakes með silkimjúku brómberja smjörkremi

mjúkar og klessulegar marsípan bollakökur cupcakes með silkimjúku brómberja smjörkremi

Mjúkar en klessulegar marsípan bollakökur með silkimjúku brómberja smjörkremi

  • 250 g marsípan
  • 250 g smjör
  • 150 g sykur
  • 1/4 tsk möndludropar
  • 1/4 tsk vanilludropar
  • 6 stór egg
  • 150 hveiti
  • 1½ tsk lyftiduft

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170°C
  2. Rífið marsípaninn niður, hrærið sykurinn, smjörið og dropana saman við.
  3. Eitt egg er sett út í blönduna í einu, blandað mjög vel saman á milli og þeytt vel í restina.
  4. Að lokum er hveitinu og lyftiduftinu bætt út í og bandað varlega saman við.
  5. Setjið pappírs bollakökuform í álbakka og fyllið formið upp 2/3. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 10-12 mín.

Brómberja smjörkrem

  • 300 g smjör við stofuhita
  • 600 g flórsykur
  • 2 dl brómber
  • ½ dl rjómi
  • Fersk brómber sem skraut (u.þ.b. 20 ber)

Aðferð:

  1. Ef brómberin eru frosin, setjið þau í pott og afþýðið á vægum hita, klessið þau í pottinum til að ná sem mestum safanum úr þeim. Ef berin eru fersk er nóg að kreysta þau beint.
  2. Hrærið smjör og flórsykur afskaplega vel saman þangað til blandan er orðin mjög létt og ljós, nánast alveg hvít.
  3. Bætið bróberjunum út í ásamt rjómanum og þeytið áfram vel og lengi þar til blandan er aftur orðin mjög létt og ljós.
  4. Setjið stóran hringlaga stút ofan í sprautupoka og fyllið pokann af kremi, sprautið á kökurnar þegar þær hafa náð stofuhita og skreytið með ferskum brómberjum.

mjúkar og klessulegar marsípan bollakökur cupcakes með silkimjúku brómberja smjörkremi

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

2 Reviews

  1. Linda

    Hæ, á að bræða smjörið í kökurnar?

  2. Linda

    Hæhæ, nei bara hræra það saman við marsípaninn, best ef það er við stofuhita 🙂

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5