Linda Ben

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Recipe by
3 klst og 30 mín
Prep: 1 klst | Cook: 2 klst og 30 mín | Servings: 16 snúðar

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri sem eru alveg æðislega góðir!

Hér er að finna eina vinsælustu uppskrift síðunnar og er það ekki af ástæðulausu! Snúðarnir eru einstaklega góðir, alveg það góðir að það var erfitt fyrir mig að mynda þá og ekki borða þá fyrst.

Athugið að hér er að finna sömu gömlu góðu uppskriftina, lýsingin á aðferð hefur verið bætt og myndirnar eru nýjar.

Deigið er létt og loftmikið og fyllingin algjörlega himnesk.

Það er fyrir löngu komin hefð (nánast krafa) að baka þessa snúða í öllum afmælum og veislum í fjölskyldunni. Snúðarnir bókstaflega rjúka út og allir slefandi yfir þeim.

Best er að bera snúðana fram á meðan þeir eru ennþá volgir, nánast nýkomnir út úr ofninum, með nóg af glassúri.

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

 • 7 g þurrger
 • 120 ml volgt vatn
 • 120 ml volg mjólk
 • ½ dl sykur
 • 80 g brætt smjör
 • 1 tsk salt
 • 1 egg
 • 450 g hveiti

Aðferð

 1. Nákvæmt myndband af aðferðinni finniði á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben 
 2. Byrjað er á að setja volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu í litla skál og hrært smá til að þurrgerið blotni.
 3. Setjið sykur, smjör, salt og egg í stóra skál og hrærið saman.
 4. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir, og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í.
 5. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð.

Fylling:

 • 120 g mjúkt smjör
 • 2 dl sykur
 • 2 msk kanill
 1. Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt.
 2. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið.
 3. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita.
 4. Smyrjið frekar stórt eldfast mót með smjöri og raðið snúðunum ofan í formið, það má vera frekar rúmt á milli snúðanna því þeir eiga eftir að stækka.
 5. Leggið hreint viskustykki yfir formið og látið snúðana hefast í um það bil 30 mín.
 6. Stillið ofninn á 175°C og undir og yfir hita.
 7. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn.

Glassúr:

 • 4 msk smjör
 • 400 g flórsykur
 • ½ tsk vanilludropar
 • 2-3 msk heitt vatn
 • 2 msk rjómaostur (má sleppa, en er voðalega gott)
 1. Á meðan snúðarnir eru í ofninum er gott að útbúa glassúrið. Það er gert með því að bræða smjörið í potti og bæta svo flórsykrinum útí og hrært vel.
 2. Bætið svo vanilludropunum útí ásamt heitu vatni. Best er að setja vatnið hægt út í og hræra vel eftir hverja skeið. Setjið 2 skeiðar ef þið viljið sleppa rjómaostinum, annars 3 msk.  Hrærið rjómaostinn saman við.
 3. Smyrjið svo glassúrinu yfir í því magni sem þið viljið.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Fylgist með á Instagram!

Mjúkir kanilsnúðar með glassúri

6 Reviews

 1. Anonymous

  Þessir eru afar góðir, hef bakað þá nokkrum sinnum.

  Star
 2. Stína G.

  Ofboðslega góðir snúðar sem klikka ekki þegar við familían höfum boðið fólki í heimsókn. Geri þessa þegar ég vil gera virkilega vel við gestina 😉

  Star
 3. Margrét

  Mæli með þessum, ótrúlega góðir!

  Star
 4. Kolbrún

  Ótrúlega mjúkir og góðir snúðar?

  Star
 5. stefanía

  Æðislegir snúðar… takk takk fyrir uppskriftina.

  Star
 6. Steinn Tjörvason

  Mergjað

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5