Linda Ben

Nautasteikur veisla með gratíneruðum kartöflum, smjörsteiktum aspas og bernaise sósu

Recipe by
1 klst
| Servings: 6-8 manns

Við fjölskyldan elskum að hittast, elda saman og borða góðan mat. Ég er þannig að ég veit um fátt skemmtilegra en að vera nokkur inn í eldhúsi og matbúa saman. Við skiptumst þá öll á mismunandi ráðum varðandi matargerðina, kennum stráknum okkar að elda, spjöllum um allt milli himins og jarðar á meðan við hlustum á hressa tónlist. Það er ótrúlega skemmtilegt! Best þykir mér að hafa örlítinn forrétt á meðan við eldum og opna eina rauðvínsflösku, það gerir stemminguna ennþá skemmtilegri, enginn er að drepast úr hungri og allir njóta matargerðarinnar meira. Við fjölskyldan getum öll verið sammála um það að við þessa stemmingu verður til besti maturinn.

_MG_9434

Mamma er algjör viskubrunnur þegar kemur að matargerð. Hún er týpan sem notast eiginlega aldrei við uppskriftir, enda hefur hún eldað á nánast hverjum degi frá því að ég fæddist, og kann því flest allt sem hægt er að kunna. Hún á því heiðurinn af þessum uppskriftum hérna.

_MG_9401

Mér finnst ég nánast ekki þurfa að taka það fram að maturinn bragðaðist frábærlega! Þetta eru skotheldar uppskriftir af meðlæti sem hægt er að hafa með nautakjöti eða hverju sem er.

_MG_9418

_MG_9438

Aspas:

 • 1 stórt búnt ferskur aspas
 • 1-2 msk smjör
 • Pipar
 • Parmesan ostur

Aðferð:

 1. Harði endinn er tekinn af aspasnum, setjið smjör á pönnu og stillið á meðal lágan hita. Steikið aspasinn rólega í um það bil 7 mín, kryddið með pipar og þegar aspasinn er nánast tilbúinn (aspasinn dökknar örlítið við eldum) rífið þá parmesan ost yfir. Til þess að vita hvort aspasinn sé tilbúinn er best að smakka einn þar sem tíminn er mismunandi eftir þykkt aspasins.

_MG_9395

_MG_9406

_MG_9410

Kartöflugratín:

 • U.þ.b. 1 kg kartöflur
 • 1 meðalstór laukur
 • Cheddar ostur
 • Parmesan ostur
 • U.þ.b. 250 ml rjómi
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið kartöflurnar í sneiðar mjög fínt, það er fljótlegt að gera í matvinnsluvél.
 2. Setjið þær í pott með sjóðandi vatni og sjóðið í 5 mín, það er gert til þess að flýta matreiðslunni.
 3. Smyrjið eldfastform með olíu, raðið kartöflum og lauk í formið á vixl við rifinn ost þangað til formið er fullt. Setjið salt og pipar á milli hvers lags.
 4. Hellið rjóma yfir, hristið formið svo að hann fari inn á milli, fyllið upp um það bil 2/3 af forminu,
 5. Toppið með rifnum osti.
 6.  Bakað inn í ofni í um það bil 30 mín.

_MG_9439

_MG_9435

_MG_9437

Nautakjöt:

 • Piparsteikur, frekar misstórar eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan en flestar litlar.

Aðferð:

 1. Stillið grillið á miðlung háan hita.
 2. Þegar grillið er orðið heitt, grillið piparteikurnar í um það bil 2 mín á hvorri hlið.
 3. Látið standa í 10 mín áður en kjötið er borið fram.

Með þessu vorum við með bernaise sósu en þið finnið uppskriftina af henni hér.

Rauðvínið sem ég hafði með þessu heitir Ramón Roqueta Cabernet Sauvignon – Tempranillo Reserva. Það passaði vel með nautakjötinu og öllu líkaði það mjög vel. Auk þess fannst mér verðmiðinn á því ansi góður! Þið getið skoðað það betur hér.

_MG_9434

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5