Linda Ben

Nutella bananabrauð

Recipe by
35 mín
Prep: 5 mín | Cook: 30 mín

Um helgar er hefð hjá okkur fjölskyldunni að skella í bananabrauð og borða saman í morgunkaffinu. Ég vaknaði í gærmorgun með þá flugu í hausnum að það væri örugglega gott að setja nutella út í brauðið og ákvað ég því að prófa mig aðeins áfram í því. Útkoman var alveg rosalega góð og því langar mig að deila uppskriftinni með ykkur svo þið getið notið líka.

Brauðið er aleg rosalega einfalt, tekur mögulega 4 mín frá því ég byrja að stappa banana og þangað til það er komið inn í ofninn. Fullkomið þegar maður nennir ekki að gera neitt of flókið.

Fyrir áhugasama þá langar mig að segja ykkur að ég fékk þetta fallega græna marmarabretti í búð sem heitir Lagerhaus en hún er staðsett Svíþjóð. Þetta er ein skemmtilegasta búð sem ég hef nokkurntíman komið inn í, allt alveg hrikalega flott en klárlega það besta við hana er verðið. Þessi bakki kostaði mig heilar 3000kr! Ef þið eigið leið um Svíþjóð þá mæli ég hiklaust með að þið kíkið inn í Lagerhaus og fyllið töskur ykkur af fallegum og ódýrum gersemum.

IMG_1410

Innihaldsefni:

 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 1 bolli hveiti
 • 1 egg
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 3 msk nutella
 1. Ofninn er stilltur á 200°C.
 2. Banananir eru stappaðir með gaffli
 3. Öllu blandað saman í skál og hrært vel þangað til góð blanda hefur myndast.
 4. Smyrjið brauðform eða leggjið smjörpappír ofan í það og hellið deiginu í formið.
 5. Látið brauðið bakast í 30 – 40 mín eða þangað til það er bakað í gegn.

Einfaldara gerist það ekki.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

2 Reviews

 1. Íris Thelma

  Besta bananabrauð sem ég hef smakkað!

  Star
 2. Linda

  Gaman að heyra það! 😀

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5