Linda Ben

Nutella pönnupizza með ís

Recipe by
30 mín
Prep: 15 mín | Cook: 15 mín

Þar sem þetta sumar er ekki upp á marga fiska og veðrið er ekki beint að skemmta okkur, er ekkert annað í stöðunni en að taka í taumana sjálfur og gera þetta sumar skemmtilegt! Það er algjörlega í okkar höndum hversu skemmtilegir hlutirnir eru. Það er ekkert annað í stöðunni en að læra að kunna meta þessa rigningu og gera gott úr þessu!

Það var akkurat þessi andi sem fékk mig til þess að skella í þessa ómótstæðilegu pönnupizzu með nutella, berjum og vanillu ís.

Ég notaðist við tilbúið pizzadeig sem kom ótrúlega vel út, svo einfalt og ljúffengt. Pannan gerir botninn stökkann og ótrúlega djúsí.

nutella pönnupizza með ís

nutella pönnupizza með ís

nutella pönnupizza með ís

nutella pönnupizza með ís

nutella pönnupizza með ís

nutella pönnupizza með ís

Nutella pönnupizza með ís:

 • Tilbúið pizzadeig
 • 2-3 msk nutella
 • u.þ.b. 10 kirsuber (magn fer eftir smekk)
 • u.þ.b. 12-15 brómber (magn fer eftir smekk)
 • u.þ.b. 1 dl bláber (magn fer eftir smekk)
 • Nokkur lauf fersk mynta (magn fer eftir smekk)
 • Vanillu rjómaís (magn fer eftir smekk)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
 2. Setjið um það bil 1 msk af olíu í 30 cm steypujárnspönnu og smyrjið pönnuna vel að innan.
 3. Setjið pizzadeigið ofan í pönnuna og teygið pizzadeigið vel ofan í svo það þekji út í alla kanta pönnunnar. Setjið pönnuna inn í ofninn og bakið deigð í um það bil 15 mín eða þar til botninn er orðinn fallega gullin brúnn.
 4. Á meðan pizzan er inn í ofninum, skolið berin, skerið kirsuberin í tvennt og fjarlægjið steininn.
 5. Takið pizzuna út úr ofninum, leyfið henni að kólna í um það bil 3-5 mín, smyrjið hana með nutella, skreytið með berjum, myntulaufum og ís.

nutella pönnupizza með ís

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5