Linda Ben

Nýtt eldhús og nýjar græjur

Recipe by
| Servings: Vörurnar sem ég fjalla um í þessari færslu fékk ég að gjöf en það hefur ekki áhrif á frásögn mína, ég sóttist sjálf eftir samstarfinu vegna þess að mig langaði að fjalla um vörurnar. Því getur þú gengið að því vissu að ég segi satt, hreint og rétt frá í þessari færslu minni.

Fyrir ekki svo löngu fluttum við inn í húsið okkar sem við erum að byggja. Húsið er þó langt frá því að vera tilbúið ennþá, en við gerðum hluta af því tilbúið svo við gætum flutt inn. Eins gaman og það var að búa í miðbænum, þá var það líka óþægilegt þar sem lífið okkar var alltaf í Mosfellbænum. Það fór því óttarlegur tími í það að sitja í umferð til dæmis.

Húsið sem við erum að byggja er með auka íbúð sem við munum leigja út í framtíðinni. Það mun veita okkur auka tekjur og var það ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara út í þessar framkvæmdir. Við byrjuðum því á því að gera þá íbúð tilbúna og búum þar núna. Íbúðin er 60 fm en við upplifum hana mikið stærri enda að stækka tvöfalt við okkur miðað við íbúðina sem við bjuggum í í miðbænum sem var 29 fm.

Ískaffi nespresso kaffivél

Eldhúsið er passlegt inn í 60 fm íbúðina, með uppvöskunarvél sem ég alveg dýrka eftir að hafa verið í hálft ár með enga uppvöskunarvél. Við völdum að vera með tveggja hellu helluborð sem mér finnst virka miklu betur í svona litlu eldhúsi heldur en stór með fjórum hellum. Maður er hvort sem er svo sjaldan með fleiri en tvo potta í gangi í einu að það er dýrmætara að hafa örlítið meira borðpláss.

Í eldhúsinu er ég með plastmottu frá Hrím á gólfinu sem mér finnst ótrúlega þægileg! Það er dásamlegt að standa á henni og ég þreytist mikið minna í fótunum þegar ég er að elda. Það er einnig svo auðvelt að þrífa hana. Þegar hún er mjög skítug set ég hana í sturtuna og sprauta vel á hana, hengi hana svo upp þar sem það tekur hana stutta stund fyrir hana að þorna. Ég held henni svo við daglega með því að lyfta henni upp og dusta úr henni á gólfið, sópa svo upp það sem kemur úr henni, þannig helst hún hrein lengi. Mynstrið í henni er líka bara svo fallegt, mottan tekur ekkert of mikið til sín en gerir eldhúsið hlýlegra og þægilegra.

_MG_8646

Þegar við fluttum eignuðumst við þrjár nýjar eldhúsgræjur, Nespresso kaffivél, Nespresso mjólkurflóara og Kitchen Aid hrærivél úr burstuðu stáli. Þetta eru allt græjur sem ég nota á hverjum degi og ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að þetta eru uppáhalds græjurnar mínar, svona með myndavélinni minni. Ég hefði haft hana með á myndinni ef ég hefði ekki verið að nota hana þegar ég tók myndirnar.

Fyrir mér er að það svo mikilvægt að eiga fallegar eldhúsgræjur og er ég svo ánægð með þær. Eitt sem ég geri til þess að fela snúrur í eldhúsinu er að setja falleg skurðarbretti fyrir aftan tækin og setja snúrurnar fyrir aftan þau. Þannig kemur meiri dýpt í rýmið og engar snúrur sjáanlegar.

Við höfum átt Nespresso vél í mörg ár og vorum því ein af þeim sem settum alltaf nokkur hylki í töskurnar í hverri utanlandsferð. Það er því ótrúlegur léttir að vera komin með Nespresso og H&M til Íslands og finnst við varla þurfa að versla erlendis lengur.

Nespresso kaffivélin sem við áttum áður var orðin ansi lúin enda orðin margra ára gömul, það var því kominn tími á uppfærslu. Nýja vélin er fljót að hita sig, það tekur aðeins nokkrar sek frá því að ég kveiki á vélinni á morgnanna þangað til ég fæ sjóðandi heitt kaffi í bollann.

Ískaffi nespresso kaffivél

Mjólkurflóarinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og fæ ég mér ekki kaffi nema nota hann líka. Hann hitar og freyðir mjólkina eins og draumur! Mjólkin verður svo létt, full af litlum loftbólum, bara rétt eins og þaulvanur kaffibarþjónn hafi verið að freyða mjólkina. Ég sé mjög mikinn mun á nýja flóaranum og gamla en gamli gerði alltaf frekar stórar loftbólur. En það eru líka fjórar mismunandi stillingar á nýja flóaranum en bara ein á gamla, ég viðurkenni samt að ég nota yfirleitt alltaf takkann sem freyðir mest, en það á mögulega eftir að breytast.

Með kaffivélinni fékk ég líka að prófa ískaffi en það er limited edition kaffið sem Nespresso gefur út í ár. Ég er mikill aðdáandi ískaffis og er það drykkur sem ég drekk oft erlendis þegar heitt er í veðri. Það er skemmtilegt að geta gert ískaffi heima og fara í smá ferðalag í huganum.

Nepsresso ískaffið er með örlitlu bragði í, mér finnst best að setja nokkra ísmola í gler kaffibolla. Mér finnst skemmtilegast að nota fallegt glas og er kristalsglasið frá Frederik Bagger mitt allra uppáhalds. Frederik Bagger glösin mín kaupi ég í Modern. Kaffið fær að kólna í glasinu á meðan ég freyði kalda möndlumjólk í mjólkurflóaranum og helli henni svo yfir kaffið. Á mjólkurfreyðaranum en sérstakur takki til þess að gera kalda freydda mjólk. Ég er ekkert að bæta við sykri eða neinu þannig í ískaffið mitt þó svo að það sé auðvitað valmöguleiki fyrir þá sem finnst það betra.

Ískaffi nespresso kaffivél

Ískaffi nespresso kaffivél

Ískaffi nespresso kaffivél

Ískaffi nespresso kaffivél

Ef þú hefur ekki smakkað Cantuccini kexkökurnar frá Nespresso þá verð ég að segja að þú sért að missa af miklu. Það er svo ótrúlega gott, ég hreinlega veit ekki um neitt betra með kaffibollanum, hvort sem hann er heitur eða kaldur og er þá mikið sagt.

Ískaffi nespresso kaffivél

Ef þú hefur gaman að umfjöllunum eins og þessari þá mæli ég með að þú fylgist með á Instagram, þar er ég mikið meira að segja frá heimilinu mínu og hvernig framkvæmdirnar okkar ganga. Þú finnur mig undir Linda Ben á Instagram.

Bestu kveðjur

þín, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5