Linda Ben

Ofnæmisvæn ostakaka með hvítu súkkulaði og hindberjum (vegan)

Recipe by
Prep: 4 klst | Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Ofnæmisvæn ostakaka með hvítu súkkulaði (vegan).

Mér finnst rosalega gott að eiga nokkrar góðar ofnæmisvænar uppskriftir til að smella í þegar ég held veislur eða fjölskylduboð.

Þessi kaka er virkilega góð, hún er mjög fersk, silkimjúk og með rjómakennda áferð. Hún inniheldur hvítt súkkulaði sem er með hindberjum en það gefur kökunni þetta ferska bragð. Það er hægt að gera þessa köku með góðum fyrirvara og því upplagt að smella í hana nokkrum dögum fyrir veislur þegar maður vill vinna sér í haginn.

Happi súkkulaðið er alveg dásamlega gott. Það inniheldur engar dýraafurðir en bragðast eins og hvað annað súkkulaði. Það er sætt og afar gott, en það sem skiptir ekki síðu máli er að áferðin er rjómakennd og alveg eins og maður á að venjast henni.

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

Ofnæmisvæn ostakaka með hvítu súkkulaði og hindberjum

 • 170 g hafrakex
 • 90 g smjörlíki eða annað vegan smjör (ég notaði veganblock í svarta pappírnum)
 • 250 ml + 50 ml mjólkurlaus þeytirjómi (ég notaði alpro)
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 400 g mjólkurlaus rjómaostur (ég notaði oatly)
 • 160 g Happi hvítt súkkulaði með hindberjum (skipt í tvo hluta)
 • 100 flórsykur
 • Happi súkkulaði kanína sem skraut

Aðferð:

 1. Setjið hafrakex í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þar til orðið að mjöli
 2. Bræðið smjörið og blandið út í kex mjölið.
 3. Smyrjið hringinn af 20 cm smelluformi og klæðið með smjörpappír (smjörið er sett fyrst svo smjörpappírinn límist við), setjið hringinn á kökudisk sem passar í frysti. Setjið kexblönduna ofan í hringinn og þrýstið í botninn þar til alveg þétt og slétt. Setjið í frystinn á meðan fyllingin er útbúin.
 4. Útbúið fyllinguna með því að þeyta 250 ml rjóma með 1 tsk sítrónusafa þar til hann er nokkuð stífur.
 5. Setjið 50 ml rjóma í pott og hitið vel eða nánast að suðu. Slökkvið á hitanum undir pottinum og brjótið 130 g af Happi hvíta súkkulaðinu út í pottinn og hrærið varlega þar til bráðnað.
 6. Í aðra skál hrærið rjómaostinn og flórsykri saman, bætið súkkulaðiblöndunni út í og hrærið.
 7. Blandið rjómaostablöndunni út í þeytta rjómann varlega með sleikju. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn í smelluforminu, setjið plastfilmu yfir og setjið aftur inn í frystinn í a.m.k. 3-4 klst eða lengur.
 8. Takið kökuna út úr frystinum, fjarlægið smelluforms hringinn og rífið restina af hvíta súkkulaðinu yfir kökuna.
 9. Berið kökuna fram fljótlega eftir að hún er tekin út úr frystinum þar sem hún þolir ekki vel að standa lengi stofuhita.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

ofnæmisfrí mjólkurlaus vegan ostakaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5