Linda Ben

Ofnbakaðar fylltar kjúklingabringur

Klassískar fylltar kjúklingabringur með ítölsku yfirbragði sem enginn verður svikinn af.

Ofnbakaðar fylltar kjúklingabringur

Ofnbakaðar fylltar kjúklingabringur

  • 4 stk kjúklingabringur
  • 200 g rjómaostur
  • 1 dl rautt pestó
  • 1 ½ dl grænar ólífur (stein lausar)
  • Ítölsk kryddblanda
  • Ferskt basil
  • Parmesan ostur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
  2. Blandið saman philadelphia, rauðu pestó og grænum ólífum sem hafa verið skornar í bita. Skerið þvert inn í kjúklingabringurnar þar sem þær eru þykkastar og myndið einskonar vasa fyrir fyllinguna. Setjið fyllinguna inn í vasann á hverri bringu, kryddið bringurnar með ítalskri kryddblöndu og setjið í eldfast mót. Ef það er afgangur af fyllingunni setjiði hana þá í eldfasta mótið líka.
  3. Bakið bringurnar inn í ofni í u.þ.b. 40 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
  4. Berið fram með ferksu basil, parmesan osti, auka rauðu pestó-i og smjör steiktum forsoðnum kartöflum sem hafa verið velt upp úr ítölsku kryddblöndunni.

Ofnbakaðar fylltar kjúklingabringur

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5