Linda Ben

Ofnbakaður aspas með gráðosti

Fljótlegur, einfaldur og virkilega gómsætur réttur sem bæði er skemmtilegt að bera fram sem forrétt eða sem meðlæti með öðrum mat.

_MG_6736

Ofnbakaður aspas með gráðosti

  • 1 búnt ferskur aspas
  • ½ gráðostur í bláu umbúðunum (eða eftir smekk)
  • Salt og pipar
  • 2 msk ólífu olía

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Skolið aspasinn, þerrið með eldhúspappír og brjótið harða hlutann af stilkinum. Ég mæli frekar með því að brjóta stilkinn heldur en að skera harða hlutann af með hníf.
  3. Raðið aspasnum í eldfast mót, rífið gráðostinn yfir, kryddið með salt og pipar og dreifið örlítilli olíu yfir aspasinn.
  4. Bakið í ofninum í um það bil 20 mín eða þangað til aspasinn er orðinn mjúkur og osturinn aðeins byrjaður að brúnast.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_6736

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Ferskur aspas og öll önnur hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5