Linda Ben

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Recipe by
1 klst og 15 mín
Prep: 15 mín | Cook: 1 klst | Servings: 4 manns

Galdurinn við þennan ofnbakaða kjúkling er að pensla smjöri yfir hann 2x á meðan hann er í ofninum, þannig hellst hann meira “djúsí” og grænmetið verður rosalega gott.

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Notið endilega það grænmeti sem þið eigið í þennan rétt og setjið eins mikið af því og þið viljið.

Ég mæli sterklega með að þið nælið ykkur í Kick’n Chicken kjúklingakryddið frá Weber næst í Kosti. Ég fæ alltaf hrós fyrir eldamennsku þegar ég nota það á heilann kjúkling, það er svo æðislega bragðgott!

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti:

 • 1 heill kjúklingur
 • 1 sæt kartafla
 • Gulrætur
 • Sveppir
 • 1 rauðlaukur
 • 3 msk smjör
 • 1 sítróna
 • Steinselja
 • Salt og pipar
 • Kick’n chicken krydd frá Weber

Aðferð:

 1. Byrjið á því að stilla ofninn á 200ºC.
 2. Hreinsið kjúklinginn og kryddið hann að innan með salt og pipar.
 3. Skerið 1 sítrónu niður í sneiðar og setjið helminginn af sneiðunum inn í kjúklinginn.
 4. Kryddið kjúklinginn með salt, pipar og kick’n chicken kryddinu frá Weber.
 5. Setjið kjúklinginn inn í ofn.
 6. Flysjið sætu kartöfluna og gulræturnar. Skerið svo í bita stóra bita og þegar kjúklingurinn hefur verið inn í ofni í um það bil 20 mín þá setjiði þetta í fatið. Bræðið 2 msk af smjöri og penslið helmingnum yfir kjúklinginn í leiðinni.
 7. Skerið laukinn og sveppina niður og steikið upp úr 1 msk af smjöri á pönnu. Þegar kjúklingurinn hefur verið inn í ofni í um það bil 50 mín þá setjiði þetta inn í ofninn. Peslið afganginum af brædda smjörinu yfir kjúklinginn í leiðinni.
 8. Eldið kjúklinginn þangað til hann er tilbúinn. Tími fer eftir þyngd en það getur tekið um það bil klukkutíma til klukkutíma og korter. Til að athuga hvort hann sé tilbúinn þá er gott að skera í þykkasta hlutann af bringunni og ef glær vökvi kemur upp er kjúklingurinn tilbúinn.
 9. Setjið sítrónu sneiðar og steinselju í fatið og berið fram í fatinu.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

3 Reviews

 1. Aðalbjörg Björnsdóttir

  Mjög góður þessi kjúklingaréttur

  Star
 2. Jorunn Sjofn Gudlaugsdottir

  Mjög góður !!!

  Star
 3. Elsa

  Þessi er geggjaður ????

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5