Linda Ben

Ofur einfalt og djúsí risarækju spagettí

Recipe by
20 mín
| Servings: 3 manns

Hér er að finna einfaldan pastarétt þar sem bragðgóð hráefni leika saman og skapa fullkomna heild.

Sósan í þessari uppskrift er bragðgóð extra virgin ólífu olía frá Filippo Berio sem bregst aldrei. Ég nota gulu olíuna til að steikja upp úr en grænu borða ég helst hráa, það er þó í lagi að sjóða hana með pastanu.

Þetta er æðisleg uppskrift sem öll fjölskyldan elskar tekur stuttan tíma að útbúa og er úr hráefnum sem margir hverjir eiga yfirleitt til í ísskápnum og frysti.

Ofur einfant og djúsí risarækju spagettí

Ofur einfant og djúsí risarækju spagettí

Ofur einfant og djúsí risarækju spagettí

 • U.þ.b. 300 g risarækjur
 • U.þ.b. 300 g spagettí
 • Góð buna extra virgin ólífu olía (í pasta vatnið)
 • ½ tsk salt
 • 1 msk ólífu olía (til að steikja upp úr)
 • ½ tsk pipar
 • Klípa salt
 • ¼ tsk þurrkað chili krydd
 • ½ tsk oreganó krydd
 • 2 hvítlauksgeirar
 • Parmesan ostur
 • Extra virgin ólífu olía
 • Fersk steinselja (má líka nota basil)

Aðferð:

 1. Sjóðið vatn með ólífu olíu og salti, þegar suðan er komin upp bætið þá spagettínu út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum.
 2. Kryddið risarækjurnar og steikið þær á pönnunni upp úr olíu, pressið hvítlauksgeirana út á pönnuna og bætið svolítið af olíu á pönnuna þegar rækjurnar eru nánast tilbúnar.
 3. Bætið spagettíinu á pönnuna og rífið fullt af parmesan osti yfir, magn fer algjörlega eftir smekk samt. Blandið öllu vel saman og setjið örlítið af extra virgin ólífu olíu yfir ásamt ferskri steinselju.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5