Linda Ben

Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi

Recipe by
1 klst og 20 mín
Prep: 20 mín | Cook: 40 mín

Ég á alltaf brownie mix upp í skáp, ég elska að geta smellt í einfalda og ljúffenga köku á met tíma og án nokkurar fyrirhafnar.

Það fer svo eftir því í hvernig stuði ég er hvað ég hef með brownie kökunni. Það er klassískt að bera þær fram með rjóma og ennþá betra með vanillu ís. Stundum set ég pekan hnetur í deigið en það er líka gaman að breyta til og setja saltar karamellur í deigið og er það rugl í bullinu gott! Uppskriftina af því gúmmulaði er að finna á Instagraminu mínu www.instagram.com/lindaben

Þetta gúmmulaði kom til að mynda fyrst á Instagram en vegna gífurlegra vinsælda þar ákvað ég að setja þessa dásemd líka á bloggið.

Lakkrís kremið er með því betra sem fyrir finnst! Það hentar með flest öllum kökum, cup cakes, stórum súkkulaði kökum og vanillu kökum, útfærslurnar eru endalausar og mæli ég með því að þú smakkir.

Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi

Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi

Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi

Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi

  • Þín uppáhalds brownie (ég elska Ghirardelli úr Costco)
  • 300 g smjör
  • 500 g flórsykur
  • 1 msk fínt lakkrísduft frá Johan Bulov
  • 1 msk salt lakkríssíróp frá Johan Bulov
  • Nokkrir lakkrísbitar saxaðir fínt niður.

Aðferð:

  1. Bakið brownie kökuna samkvæmt leiðbeiningum og látið hana kólna.
  2. Þeytið smjör ofur vel þangað til það verður létt og loftmikið. Bætið þá flórsykrinum út í og þeytið hann vel saman við þangað til kremið verður aftur ofur létt og loftmikið. Bætið því næst bragðefnunum út í og þeytið aftur ótrúlega vel saman við. Smyrjið kreminu á kökuna, skerið lakkrís fínt niður og dreifið yfir.

Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5