Linda Ben

Ofur hrísgrjóna salatsskál

Recipe by
25 mín
Prep: 5 mín | Cook: 20 mín | Servings: 1 skammtur

Hrísgrjóna salatsskál er matarmeiri heldur en hefðbundið salat og því hentugt þegar maður er extra svangur eða þarf mikla orku.

hrísgrjóna salat skál pauluns supermix

Ofur hrísgrjóna salatsskál: 

 • 1 dl hrísgrjón
 • 1 lúka salat
 • 1 msk gular baunir
 • 1 msk svartar baunir
 • 5 kirsuberjatómatar
 • 1 msk fetaostur
 • ½ avocadó
 • ½ mangó
 • 1 lítill vorlaukur
 • salt og pipar
 • chillí krydd
 • ½ msk bragðgóð ólífu olía

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjónin eins og segir til um á umbúðunum.
 2. Þegar hrísgrjónablandan er tilbúin bætið þá baununum, salati, fetaosti og smátt skornum vorlauki saman við. Skerið tómatana í helminga og bætið þeim út á. Skerið mangóið í sneiðar og avocadóið í tvennt og leggið ofan á skálina.
 3. Dreifið smá af ólífu olíu yfir, kryddið með salti, pipar og chillí kryddi.

hrísgrjóna salat skál pauluns supermix

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5