Linda Ben

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nesbú

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum er einfaldur og virkilega ljúffengur rétttur. Egg er með því hollara sem maður getur borðað og hef ég þá reglu að borða u.þ.b. 2 egg á dag. Egg eru nefninlega “fullt hús matar”, þau innihalda mikið af próteini, hollum fitum, vítamínum og steinefnum. Ég notaði hamingjueggin í þessa uppskrift en þau egg eru frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður.

Ommilettan er létt og loftmikil en því nær maður fram með því að handþeyta eggin létt áður en maður setur þau á pönnuna. Best er að baka ommilettuna á vægum hita svo eggin brenni ekki, ég set alltaf lok á pönnuna til að þau bakist betur.

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum

 • 3 stk hamingjuegg frá Nesbú
 • 1 tsk smjör
 • Salt
 • Hvítlaukssveppir (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Ferskt timjan
 • Cheddar ostur
 • Svartur pipar

Aðferð:

 • Brjótið eggin í skál og setjið smá salt í skálina, hrærið eggin saman þar til það myndast smá loftbólur í eggjunum.
 • Hitið smjörið á lítilli pönnu og stillið á vægan hita. Hellið eggjunum út á pönnuna og setjið lok á pönnuna. Þegar botninn hefur bakast, takið þá sleikju og ýtið brúnunum inn í pönnuna á meðan þið hallið pönnunni þannig að óelduðu eggin ofan á fljóti yfir. Endurtakið fyrir allan hringinn.
 • Setjið lokið aftur á þar til eggjakakan er öll bökuð í gegn. Eldið hvítlaukssveppina, uppskriftin er hér fyrir neðan.
 • Rífið cheddar ost yfir eggjakökuuna ásamt hvítlausksveppunum og fersku timjan, veltið helmingnum af eggjakökunni yfir hinn helminginn þannig að hún lokist. Setjið á disk og rífið meiri cheddar ost yfir, setjið smá meira timjan yfir ásamt ólífu olíu og svörtum pipar.

Hvítlaukssveppir

 • 100 g sveppir
 • 1/2 msk smjör
 • 1 hvítlauksgeiri

Aðferð:

 1. Skerið sveppina í 4 hluta (nema þetta séu stórir sveppir þá skeriði þá í smærri bita).
 2. Sejtið smjör á pönnuna ásamt sveppunum og rífið hvítlaukinn yfir, steikið á meðal hita þar til sveppirnir eru mjúkir í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5