Linda Ben

Ömmu jógúrt, ljúffengur morgunmatur fyrir stóra sem smáa ofur kroppa

Recipe by

Þennan morgunmat þekkjum við fjölskyldan aðeins undir ömmu jógúrt en nafnið er tilkomið frá því að strákurinn minn var í heimsókn hjá ömmu sinni (mömmu minni) þar sem hún útbjó þetta jógúrt fyrir hann fyrir mörgum árum síðan. Hann var eitthvað lystarlítill þennan dag svo mamma útbjó extra djúsí jógúrt fyrir hann sem myndi næra litla kroppinn hans vel og væri skemmtilega fallegt fyrir augað til þess að auka líkurnar á því að hann myndi borða. Viti menn, drengurinn borðaði það upp til agna og gott betur. Þetta jógúrt sló svo rækilega í gegn hjá honum að eftir þetta bað hann alltaf um að fá ömmu jógúrt hjá ömmu sinni sama hvaða tíma dags var. Fljótlega voru allir í fjölskyldunni komin í sama pakka og ömmu jógúrtið alveg klárlega vinsælasti morgunmaturinn á heimilinu.

Uppskriftin er alls ekki flókin, en hráefnin verða að vera góð! Það er lykilatriði þegar kemur að einföldum uppskriftum að hafa hráefnin í hæsta gæðaflokki. Það er því bara og einungis gríska jógúrtin frá Örnu sem kemur til greina. Til gamans má nefna að ömmu jógúrts nafnið er orðið það fast við bláu dósina frá Örnu að það er talað um dósina sjálfa sem ömmu jógúrt. Til dæmis þegar við skrifum innkaupalista áður en við förum í búðina þá er skrifað ömmu jógúrt á listann en ekki grískt jógúrt.

Ömmu jógúrt er það gott að þú munt hoppa upp úr rúminu á morgnanna af spenningi fyrir morgunmatnum. Hollustan er einnig í algjöru fyrirrúmi, gríska jógúrtin er full af hollum fitum og próteinum, múslíið er fullt af trefjum og eins og allir (eiga að) vita eru ber með því hollasta sem þú lætur inn fyrir þínar varir.

Þetta er morgunmatur fyrir alla ofur kroppa, stóra sem smáa.

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

Þessa uppskrift er algjörlega leyfilegt að leika sér með! Þetta er ein hugmynd af örugglega endalausum útfærslum. Til dæmis er hægt að nota allskonar múslí og skipta út berjunum, nota til dæmis jarðaber og hindber. Ekki heldur vera hrædd/ur við að færa út kvíarnar og prófa að setja banana út á, það er heldur betur ljúffengt!

Ömmu jógúrt

 • 2 msk grísk jógúrt frá Örnu
 • 2 msk mjög gott múslí (ég elska múslí með smá súkkulaði bragði)
 • 5 brómber
 • ¼-½ dl bláber
 • 3 kirsuber

Aðferð:

 1. Raðið öllu ofan í skál og njótið

grískt jógúrt, ömmu jógúrt, morgunmatur, múslí, ber

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

One Review

 1. Hólmfríður

  Einfaldur og ótrúlega góður morgunmatur! Takk fyrir þessa uppskrift 🙂

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5