Linda Ben

Oreo Crumbs bollakökur

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes

Oreo Crumbs bollakökur

Æðislega góðar Oreo bollakökur þar sem notast er við Oreo Crumbs. Ofur létt Oreo krem með bollakökunum gerir þær ómótstæðilegar.

Sjáðu IGTV myndband hvernig þú býrð til þessar bollakökur skref fyrir skref hér.

Oreo Crumbs bollakökur

Oreo Crumbs bollakökur

Oreo Crumbs bollakökur

Oreo Crumbs bollakökur

Oreo Crumbs bollakökur

 • 85 g mjúkt smjör
 • 100 ml bragðlítil olía
 • 2 ½ dl sykur
 • 3 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 5 dl hveiti
 • ½ tsk salt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 ½ dl súrmjólk
 • 80 g Oreo Crumbs án krems

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C og stillið á undir+yfir hita.
 2. Hrærið saman smjör, olíu og sykur þar til létt og ljóst.
 3. Bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið á milli.
 4. Bætið vanilludropunum saman við.
 5. Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti. Setjið helminginn af hveiti blöndunni út í eggjablönduna ásamt helmingnum af súrmjólkinni, blandið saman. Setjið restina af hveitiblöndunni og súrmjólkinni út í og blandið saman.
 6. Bætið Oreo crumbs út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.
 7. Setjið pappírs bollakökuform í bollaköku álbakka og fyllið hvert form upp 2/3 af deigi.
 8. Bakið í 10-15 mín eða þar til bakað í gegn.
 9. Útbúið kremið.

Ofur fluffy Oreo krem

 • 350 g mjúkt smjör
 • 350 g flórsykur
 • 1 dl rjómi
 • 80 g Oreo Crumbs án krems

Aðferð:

 1. Þeytið saman smjör og flórsykur þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.
 2. Bætið þá út i rjómanum og þeytið mjög vel áfram þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.
 3. Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið saman við.
 4. Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút. Sprautið kremi á hverja köku og skreytið með Oreo Crumbs.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Oreo Crumbs bollakökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5