Linda Ben

Orkumikill chiagrautur

Recipe by
1 klst

Ég er afskaplega hrifin af þessum chiagraut og fæ ég mér hann nánast á hverjum virkum degi. Hann gefur mikla orku sem endist lengi ásamt því að vera afskaplega hollur.

Orkumikill súkkulaði chiagrautur

Orkumikill chiagrautur

  • 2 msk chia fræ
  • 2 msk grófir hafrar
  • 1 msk próteinduft
  • 2 dl möndlumjólk
  • 2 dl frosin ber (skipt í tvo hluta)
  • Karamellaðar kókosflögur

Aðferð:

  1. Setjið chia fræ, hafra og próteinduft í skál og blandið saman.
  2. Bætið út i möndlumjólkinni og blandið saman.
  3. Bætið þá út í 1 dl af frosnum berjum, blandið saman og leyfið að standa í a.m.k. 1 klst (má vera yfir nótt inn í ísskáp t.d.)
  4. Berið fram með 1 dl af frosnum berjum og kókosflögum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Orkumikill súkkulaði chiagrautur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5