Linda Ben

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara er svo ótrúlega bragðgóð. Skálin er full af hollum næringarefnum, vítamínum og andoxuunarefnum. Skálin saman stendur af frosnu mangó, höfrum, döðlum, hnetusmjöri og ljúffenga hafrajógúrtinu frá Veru. Skálin er án mjólkurafurða og vegan. Fyrir þá sem vilja auka próteininntöku sína þá er mjög gott að bæta við einuum skammti af próteindufti, það gerir líka áferðina ennþá þykkari og mýkri.

Ég hef verið hjá henni Gullý í pilates síðan í ágúst á seinasta ári ásamt því að halda áfram í ræktinni og að hlaupa sjálf eins og ég hef alltaf gert. Ég hef held ég aldrei verið í jafn góðu formi og núna. Mér finnst það eiginlega ótrúlegt miðað við að ég hef farið í ræktina/út að hlaupa á hverjum einsta virka degi í mörg ár, að sjá hversu mikil áhrif það hefur að mæta í pilates tíma hjá Gullý.

Gullý er sjálf í alveg hrikalega góðu formi og fékk ég hana til að deila með mér hennar uppáhalds rétt fyrir/eftir æfingu. Ég var svo hrifin af þessari skál að ég bara varð að deila henni með ykkur.

Fyrir áhugasama þá getiði skoðað námskeiðin hennar Gullý hér.

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara

 • 2 msk hafrar
 • 3 dl frosið mangó
 • 2 stk döðlur
 • 1 msk hnetusmjör
 • 2 dl hafrajógúrt frá Veru með kókos og vanillu
 • 2 msk hreint/vanillu prótteinduft úr plöntum (má sleppa)

Toppur

 • Jarðaber
 • Kíví
 • granóla

Aðferð:

 1. Setjið hafra, mangó, döðlur, hnetusmjör og hafrajógúrt í blandara (og próteini ef þið viljið) og blandið saman þar til allt er orðið að mauki. Blandan mun vera þykk.
 2. Setjið blönduna í skál og skerið niður jarðaber og kíví. Dreifið jarðaberjabitunum og kívíbitunum yfir skálina ásamt granóla.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Orkuskálin hennar Gullý pilateskennara

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5