Linda Ben

Ostabakki með 5 mismunandi ostum

Ostabakki, forrétta hugmynd,

Það jafnast afar fátt við góðan ostabakka í forrétt að mínu mati. Ég alveg elska að narta í svona fallegan bakka á meðan eldað er, það skapast alltaf svo skemmtileg stemming í eldhúsinu.

Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég alveg líkeg líka til þess að fá mér osta og með því í aðalrétt líka, mér finnst svona nart matur bara alltof góður, alveg elska þetta.

Það sem mér finnst mikilvægt þegar ég raða saman ostabakka er að hafa kjötmeti, nokkra mismunandi osta, kex og eitthvað ferskt með.

Þegar ég segi mismunandi osta þá horfi ég á hvernig áferðin á þeim er og bragðið. Ég kaupi harðann ost, mjúkann, bragðsterkan og mildan.

Ostabakki, forrétta hugmynd,

Ostabakki, forrétta hugmynd,

Ostabakki með 5 mismunandi ostum

 • Port Salud ostur
 • Svört Primadonna
 • klassískur Brie
 • Rauð mygluostur
 • Cheddar ostur
 • Brómber
 • Bláber
 • Ferskar fíkjur
 • Hráskinka
 • kex

Aðferð:

 1. Öllu raðað saman á bakka og leyft að vera svolítið frjálslegt.

Ostabakki, forrétta hugmynd,

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5