Linda Ben

Ostakaka í jólafötunum

Recipe by
12 klst
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Ég smakkaði nýja jólakremkexið frá Frón um daginn, Sæmundur í jólafötunum, og varð strax hugsað til hversu gott það væri að nota það í ostaköku. Ég ákvað að demba mér strax í málið og útkoman er hreint út sagt mjög jólaleg!

Ég aðskildi kremi frá kexkökunum til að nota kremið í ostakökudeigið sjálft. Ég muldi kexið, blandaði því saman við brætt smjör og þrýsti í botninn á smelluformi. Ostakökudeigið sjálft er úr rjóma, rjómaosti, flórsykri og kreminu. Svo toppaði ég kökuna með kúlusósu, namm þetta kom svo ótrúlega vel út!

Hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar þessi uppskrift ❤️

Ostakaka í jólafötunum

Ostakaka í jólafötunum

Ostakaka í jólafötunum

Ostakaka í jólafötunum

Ostakaka í jólafötunum

  • Kremkex Sæmundur í jólafötunum frá Frón
  • 90 g smjör
  • 4 dl rjómi + 1 dl (aðskilið)
  • 400 g rjómaostur
  • 200 g flórsykur
  • 150 g rjómakúlur

Aðferð:

  1. Aðskiljið kremið frá kexinu og setjið í sitthvora skálina.
  2. Bræðið smjörið.
  3. Myljið kexkökurnar (án kremsins) og blandið smjörinu saman við.
  4. Takið smelluform, 23 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið forminu. Gott er að klippa renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggja upp að hliðunum líka.
  5. Þrístið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.
  6. Rjómaostur er hrærður ásamt flórsykrinum og kreminu af kexinu.
  7. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
  8. Hellið ostakökudeiginu í smelluformið, setjið í frystinn yfir nótt, a.m.k. 3-4 klst.
  9. Setjið rjómann í pott og hitið hann. Setjið kúlurnar ofan í pottinn og bræðið þær varlega yfir lágum hita.
  10. Hellið kúlusósunni yfir ostakökuna og setjið aftur í frysti í u.þ.b. 5 mín eða þar til sósan er orðin smá stíf.
  11. Takið smelluformið af og berið kökuna fram u.þ.b. klukkutíma eftir að hún er tekin úr frysti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ostakaka í jólafötunum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5