Linda Ben

Panna Cotta með saltri karamellu

Recipe by
8 tímar
Prep: 30 mín |

Þessi uppskrift var upphaflega samin fyrir Jólablað Nýtt Líf.

Panna Cotta er gósmætur eftirréttur sem maður gerir deginum áður, en mér líkar vel við svoleiðis eftirrétti því þannig losnar maður við allskonar stress sem getur fylgt matreiðslunni. Þessi fágaði eftirréttur hefur áferð eins og silki og bragðast dásamlega. 

Panna Cotta með saltri karamellu

Panna Cotta með saltri karamellu

 • 1 msk bragðlaust gelatín (eitt umslag)
 • 2 msk kalt vatn
 • 2 bollar rjómi
 • 236 ml matreiðslurjómi
 • 0,8 dl sykur
 • 1 ½ tsk vanilludropar

Sölt karamella

 • 200 g sykur
 • 150 g smjör
 • 150 g rjómi

Aðferð:

 1. Setjið vatnið og gelatín duftið í mjög lítinn pott og hrærið saman. Hitið blönduna á lágum hita þangað til gelatínið hefur leysts upp, slökkvið svo strax undir pottinum.
 2. Í meðalstóran pott blandið saman rjómanu, matreiðslurjómanum, sykrinum og vanilludropunum. Hitið blönduna að suðu og hrærið reglulega í pottinum. Takið pottinn af hitanum og hrærið gelatínblöndunni saman við.
 3. Skiptið blöndunni niður á milli 8 glasa, geymið glösin í kæli í minnst 4 klst eða yfir nótt.
 4. Salta karamellan er útbúin með því að setja sykurinn í pott og stilla á meðal hita. Bræðið sykurinn varlega.
 5. Skerið smjörið í sex bita, setjið einn bita af smjörinu út í sykurinn í einu og hrærið á milli.
 6. Næst er rjómanum hellt út á rólega og hrærður saman við.
 7. Karamellan er látin kólna við stofuhita í klukkutíma.
 8. Hellið karamellunni yfir panna cotta glösin rólega.
 9. Skreytið glösin með gylltri makkarónu

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram @lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Panna Cotta með saltri karamellu

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5