Linda Ben

Pastelbleik kanínu vanillukaka með ljúffengu smjörkremi

Recipe by
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Pastelbleik kanínu vanillukaka með ljúffengu smjörkremi.

Hér höfum við klassísku góðu vanillukökuna sem ég er viss um að mörg ykkar hafa prófað, hún er alveg einstaklega ljúffeng, þétt í sér á sama tíma og hún er dúna mjúk og bráðnar upp í manni.

Ég hjúpaði kökuna í smjörkremi sem er útbúið með Dr. Oetker smjörkremsblöndunni, hún gefur smjörkreminu virkilega gott vanillubragð og fannst mér kremið taka klassísku vanillukökuna upp á annað stig. Virkilega gott og mæli ég með að smakka. Dr. Oetker smjörkremsblandan fæst í Krónunni.

Kökuna skreytti ég á afar einfaldan máta og ættu flest allir að geta leikið þetta eftir. Kakan er hjúpuð í smjörkremi og fer mesti tíminn í að ná því sléttu. Hluti af smjörkreminu er litaður bleikur, smurt neðst á kökuna og slétt vel úr svo það blandist hvíta kreminu. Eyrun eru búin til úr timjan stönglum sem er einfaldlega stungið í kökuna beint. Kakan er næst toppuð með kökuskrauts perlum og ferskum blómum. Ég set alltaf blóm á köku nokkrum mínútum áður en hún er borin fram, þannig get ég klippt stöngulinn af blómunum alveg upp við knúbbinn og slepp við það að þurfa hafa vatn á blómunum þar sem þau þurfa ekki að lifa lengi. Blómin eru einungis skraut, ekki til átu og því þarf að passa að láta fólk vita af því.

Pastelbleik kanínu vanillukaka

Pastelbleik kanínu vanillukaka

Pastelbleik kanínu vanillukaka

Pastelbleik kanínu vanillukaka með ljúffengu smjörkremi

 • Vanillukaka, bökuð í 2x 22 cm smelluformum.
 • 2 pokar Dr. Oetker smjörkremsblanda
 • 500 g smjör við stofuhita
 • Bleikur matarlitur frá Dr. Oetker
 • Gyllar kökuskrauts perlur frá Dr. Oetker
 • Ferskt timjan (með hörðum stöngli)
 • Ferk blóm

Aðferð:

 1. Bakið vanillukökuna samkvæmt leiðbeiningum, kælið þá.
 2. Þeytið smjörið þar til það er orðið ljóst og loftmikið, bætið þá smjörkremsblöndunni út í og þeytið aftur þar til létt, loftmikið og silkimjúkt.
 3. Þegar kökubotnarnir eru alveg kaldir, skerið þá toppinn sem myndast á botnunum svo þeir séu alveg sléttir. Setjið annan botninn á kökudisk og ¼ af kreminu á botninn, sléttið úr. Setjið seinni botninn yfir og setjið ¼ af kreminu yfir.
 4. Takið 2 msk af kremi og setjið í skál, litið það bleikt með matarlitnum.
 5. Hjúpið hliðar kökunnar með hvíta kreminu og sléttið úr.
 6. Setjið bleikt krem neðst á kökuna og sléttið úr því með spatúlu, fallegt að leyfa því aðeins að blandast saman við hvíta litinn.
 7. Takið 4 greinar af timjan og raðið þeim ofan á kökuna þannig að þeir myndi kanínueyru.
 8. Setjið blóm alveg upp við eyrun og perlurnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Pastelbleik kanínu vanillukaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5