Linda Ben

PB&J kaldur hafragrautur – með hnetusmjöri og sultu

Recipe by
1 klst (með biðtíma)
Cook: Unnið í samstarf við Veru | Servings: Tveir grautar

Hér höfum við uppáhalds kalda hafragrautinn minn þessa stundina, hann er alveg einstaklega bragðgóður!

Það sem ég elska við kalda hafragrauta er að maður getur gert þá með löngum fyrirvara og átt tilbúna inn í ísskáp þegar manni vantar eitthvað gott og mjög hollt. Það er líka upplagt að taka með sér kalda hafragrauta með sér í nesti.

Grauturinn er stútfullur af góðum næringarefnum og heldur manni söddum lengi.

Hann inniheldur með annars hnetusmjör og jarðaberjasultu, jarðaberja hafraskyr, chia fræ og auðvitað hafra. Grauturinn er án mjólkurvara og er vegan.

B&J kaldur hafragrautur - með hnetusmjöri og sultu

B&J kaldur hafragrautur - með hnetusmjöri og sultu

B&J kaldur hafragrautur - með hnetusmjöri og sultu

PB&J kaldur hafragrautur – með hnetusmjöri og sultu

  • 50 g hafrar
  • 1 msk chia fræ
  • 150 g jarðaberja hafraskyr frá Veru
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • Sykurlaus jarðaberjasulta
  • Frosin hindber
  • Múslí (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið hafra, chia fræ, jarðaberja hafraskyr og hnetusmjör í skál. Hrærið saman.
  2. Bætið vatninu saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast. Leyfið blöndunni að taka sig í ca 30 mín.
  3. Skiptið blöndunni í tvo hluta, setjið fyrst botnfylli í glösin og setjið u.þ.b. 2 tsk af sultu í hvort glasið, setjið svo restina af grautnum yfir.
  4. Hægt er að loka glösunum og geyma inn í ísskáp yfir nótt (geymst vel í 2-3 daga), en grauturinn er góður eftir u.þ.b. 30-60 mín.
  5. Toppið grautinn með hindberjum og smá múslíi.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

B&J kaldur hafragrautur - með hnetusmjöri og sultu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5