Linda Ben

Ljúffengt penne pasta með sveppa”hakki”

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Hér höfum við pastarétt sem ég geri mjög oft fyrir krakkana mína. Þau elska þennan rétt og borða sjaldan jafn vel og þegar hann er í matinn sem ég er alltaf mjög þakklát fyrir.

Heilhveiti penne pastað er bakað inn í ofni í rjómakryddostasósu með rifnum osti yfir. Rifni osturinn frá Örnu er einstaklega teygjanlegur og girnilegur þegar hann er bakaður, hann tekur þennan rétt á annað stig!

Dóttir mín sem er að verða 3 ára er rosaleg þegar kemur að því að borða grænmeti og fæ ég hana mjög sjaldan að borða slíkt. Ég þarf því að vera sérlega lúmsk til að koma grænmeti ofan í hana. Þessi aðferð að skera sveppi ofur smátt niður og bera þá fram eins og hakk, hefur reynst mér mjög góð leið til að fá hana til að borða sveppi. Ég tala nú ekki um þegar þeir eru bornir fram með pasta í rjómaostasósu með rifnum bökuðum osti yfir, en þessi réttur er alveg algjört lostæti og er hún yfirleitt búin að borða á sig gat áður hún fer að pæla nokkuð í því að mögulega gæti leynst grænmeti í réttinum.

Sveppir eru líka prótein og afar næringarríkir og því er þetta alveg ágætis staðgengill fyrir kjöt og leið til að auka grænmetisinntöku fjölskyldunnar.

Penne pasta með sveppa"hakki"

Penne pasta með sveppa"hakki"

Penne pasta með sveppa"hakki"

Penne pasta með sveppa"hakki"

Penne pasta með sveppa”hakki”

 • 300 g gróft penne pasta
 • 1 msk smjör
 • 1 laukur
 • 250 g sveppir
 • 3 hvítlauksgeirar
 • u.þ.b. 4-5 greinar af fersku timjan, annars 1 tsk þurrkað
 • 1 tsk þurrkað oreganó
 • 150 g kryddostur með pipar frá Örnu Mjólkurvörum
 • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
 • 1 tsk soja sósa
 • 150 g rifinn ostur frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum þangað til það er ekki alveg soðið í gegn heldur ennþá örlítið stíft.
 2. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 3. Á meðan pastað er að sjóða, skerið þá laukinn smátt niður og steikið upp úr 1/2 msk smjöri.
 4. Skerið sveppina mjög smátt niður þar til áferðin minnir á hakk, bætið þá á pönnuna ásamt 1/2 msk af smjöri, steikið þar til mjúkir í gegn.
 5. Pressið hvæitlauksgeirana með hvítlaukspressu út á pönnuna og steikið.
 6. Bætið timjan og oreganó út á pönnuna.
 7. Hellið rjómanum á pönnuna og rífið kryddostinn niður með rifjárni út á pönnuna. Leyfið að malla á pönnunni þar til osturinn hefur bráðnað saman við, bætið þá svolítið af soja sósu á pönnuna og látið malla örlítið lengur.
 8. Hellið vatninu af pastanum og bætið út á pönnuna, blandið öllu vel saman.
 9. Setjið rifinn ost yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Penne pasta með sveppa"hakki"

Category:

One Review

 1. Svanhildur F. Jónasdóttir

  Dásamlegur pastaréttur

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5