Linda Ben

Pina colada íspinnar

ñPinacolada íspinnar eru alveg hrikalega góðir! Maður einfaldlega maukar ananas, kókosrjóma og romm saman og frystir í íspinna boxum, einfalt og ótrúlega gott. Fullkomið til að njóta í sólinni í sumar.

Ef vilji er fyrir hendi þá er að sjálfsögðu hægt að bera drykkinn fram í glösum, en ég mæli þá með að bæta nokkrum klökum ofan í matvinnsluvélina.

pinacolada íspinnar

pinacolada íspinnar

Pinacolada íspinnar

  • 1 Ananas
  • 1 dós kókosmjólk
  • 60 ml romm

Aðferð:

  1. Skerið börkinn frá og kjarnhreinsið ananasinn, setjið í matvinnsluvél.
  2. Opnið dósina af kókosmjólkinni varlega, takið aðeins þykka hlutann af kókosmjólkinni upp úr dósinni og setjið í matvinnsluvélina, hendið rest eða notið seinna í annan rétt.
  3. Setjið romm út í matvinnsluvélina og maukið.
  4. Hellið maukinu ofan í íspinnabox og frystið í a.m.k. 6 klst.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

pinacolada íspinnar

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5