Skemmtileg og jólaleg leið til þess að bera fram hefðbundin vanilluís eða heimatilbúna jólaísinn.
Hægt er að nota hvaða piparkökudeig sem er, til dæmis keypt tilbúið!
Piparköku ísskálar
- Piparkökurdeig að eigin vali
- Muffins álform
- Vanillu ís eða sá ís sem þig langar í
- Heit súkkulaðisósa
- Piparkökur
- Matarglimmer
Aðferð:
- Fletjið piparkökudeig út, um það bil 0,5 þykkt, skerið út um það bil 15 cm breiða hringi í deigið (hægt að nota disk eða skál og skera meðfram)
- Snúið muffinsforminu öfugt, setjið smá hveiti á formið og leggið svo hringinn á formið svo úr verður öfug skál. Það er óþarfi að toga deigið til þó svo að það snerti ekki botninn, það mun teygjast út því í ofninum.
- Bakið samkvæmt uppskrift.
- Leyfið kökunum að kólna fullkomlega áður en þær eru teknar af forminu. Ef kökurnar eru fastar á, setjiði formið þá í frystinn í 15-30 mín og snúið svo kökunum þangað til þær losna af.
Fylliði hverja skál með vanilluís og setjiði heita súkkulaðisósu yfir, skreytið með matarglimmeri og piparköku.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: