Linda Ben

Piparköku ísskálar

Recipe by
30 min

Skemmtileg og jólaleg leið til þess að bera fram hefðbundin vanilluís eða heimatilbúna jólaísinn.

_MG_1769

Hægt er að nota hvaða piparkökudeig sem er, til dæmis keypt tilbúið!

_MG_1771

Piparköku ísskálar

  • Piparkökurdeig að eigin vali
  • Muffins álform
  • Vanillu ís eða sá ís sem þig langar í
  • Heit súkkulaðisósa
  • Piparkökur
  • Matarglimmer

Aðferð:

  1. Fletjið piparkökudeig út, um það bil 0,5 þykkt, skerið út um það bil 15 cm breiða hringi í deigið (hægt að nota disk eða skál og skera meðfram)
  2. Snúið muffinsforminu öfugt, setjið smá hveiti á formið og leggið svo hringinn á formið svo úr verður öfug skál. Það er óþarfi að toga deigið til þó svo að það snerti ekki botninn, það mun teygjast út því í ofninum.
  3. Bakið samkvæmt uppskrift.
  4. Leyfið kökunum að kólna fullkomlega áður en þær eru teknar af forminu. Ef kökurnar eru fastar á, setjiði formið þá í frystinn í 15-30 mín og snúið svo kökunum þangað til þær losna af.

Fylliði hverja skál með vanilluís og setjiði heita súkkulaðisósu yfir, skreytið með matarglimmeri og piparköku.

_MG_1773

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5