Linda Ben

Piparkökubrauð (v)

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Hér höfum við alveg dásamlega mjúkt og lúffengt piparkökubrauð sem er án eggja og mjólkur, það er einnig vegan.

Það er afar einfalt að útbúa það en maður byrjar á því að blanda saman þurrefnunum og bætir svo brautu hráefnunum út í. Bakar svo brauðið í 30 mín og berð það svo fram með mjúku smjöri og osti þegar það hefur kólnað svolítið.

Piparkökubrauð (v)

Piparkökubrauð (v)

Piparkökubrauð (v)

Piparkökubrauð (v)

  • 200 g hveiti
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk engifer
  • 1/4 tsk negull
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 100 g kókosolía
  • 1 dl Veru hafrajógúrt með karamellu og perum
  • 1 dl hlynsíróp

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið hveiti, kanil, engifer, negul, matarsóda og lyftiduft í skál, hrærið saman.
  3. Bræðið kókosolíuna og hellið henni út í skálina ásamt hlynsírópinu, blandið vel saman við.
  4. Takið brauðform og setjið smjörpappír í formið, þið getið líka smurt það en mér finnst þetta fljótlegra og þægilegra. Hellið deiginu í smjörpappírklædda formið og sléttið úr deiginu. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til brauðið er bakað í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Piparkökubrauð (v)

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5