Linda Ben

Piparostafylltir grillaðir hamborgarar

Uppskrift eftir:
30 mín
| Servings: 4 manns

Þessir hamborgarar eru virkilega djúsí og góðir. Piparosturinn gefur þeim virkilega gott bragð og áferðin verður æðisleg þar sem osturinn er bráðnaður inn í hakkinu.

Ég mæli sannarlega með að þið prófið þessa aðferð næst þegar hamborgarar eru eldaðir.

Piparosta fylltur hamborgari

Piparosta fylltur hamborgari

Piparostafylltur hamborgari:

 • 1 pakki nautahakk
 • ½ piparostur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • pipar
 • salt
 • ½ – 1 tsk papriku krydd
 • ¼ tsk chilli flögur
 • Grænmeti eftir smekk
 • 4 stk hamborgarabrauð
 • Hamborgarasósa

Aðferð:

 1. Kveikið á grillinu og stillið á meðal hita.
 2. Setjið nautahakkið í stóra skál.
 3. Rífið piparostinn niður með rifjárni.
 4. Pressið hvítlaukinn með hvítlaukspressu og setjið í skálina ásamt öllu örðu kryddi.
 5. Hnoðið hakkið saman við kryddið með höndunum (hér finnst mér best að klæða mig í einnota gúmmíhanska).
 6. Skiptið hakkinu í fjórar jafn stórar kúlur. Ef þið eigið hamborgarapressu, notið þá hana til að mynda hamborgara úr kúlunum, annars mótiði hamborgara með höndunum með því að pressa hakkið niður.
 7. Setjið örlítið hamborgarakrydd á hakkið ef þið viljið, og setjið svo hamborgarana á grillið og skerið grænmetið niður á meðan.
 8. Þegar smá blóðsafi er kominn upp úr hamborgurunum er kominn tími á að snúa þeim, grillið þá svo á hinni hliðinni þangað til þeir eru tilbúnir (tími fer eftir þykkt hamborgarana)
 9. Hitið brauðin á grillinu og raðið saman hamborgurunum eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Piparosta fylltur hamborgari

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5