Pizza crudo rucola e grana ættu margir að kannast við, á Íslandi gengur hún yfirleitt undir nafninu Parma Pizza en á ítölsku heitir hún Pizza crudo rucola e grana.
Þessi pizza er mín allra uppáhalds. Eitt af því sem ég elska mest við Pizza crudo rucola e grana er hversu einföld hún er! Það þarf aðeins að setja pizzasósu og Mozarella ost á deigið áður en pizzan fer inn í ofninn, annað fer á pizzuna eftir að hún kemur út úr ofninum.
Pizza crudo rucola e grana
- 125 ml volgt vatn
- 1 msk olífu olía
- 3 ½ dl hveiti
- 1 tsk þurrger
- 1 tsk salt
- Pizzasósa
- Mozzarella ostur
- Parma skinka
- Parmesan ostur
- Klettasalat
Aðferð:
Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben
- Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.
- Blandiði hveiti og salt saman í skál.
- Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.
- Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.
- Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 2 klst.
- Stilltu ofninn á 240°C og undir&yfir.
- Setjið pizzusósu á deigið, dreifið ostinum á deigið, bakið inn í ofni í ca. 10-15 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast og kantarnir á deiginu líka.
- Takið pizzuna út úr ofninum og raðið fyrst parmaskinku, svo ruccola og rífið parmesan ostinn yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: