Linda Ben

Próteinríkar browniekúlur

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Siríus | Servings: 32 kúlur

Ef þú ert að leita þér að einhverju ótrúlega ljúffengu sælgæti sem er samt ekki óhollt þá skaltu endilega smella í þessar hollu og próteinríku browniekúlur. Þær eru algjörlega sykurlausar en bragðast samt eins og alvöru browniekúlur.

Þær samanstanda að mestu af kjúklingabaunum og döðlum sem gerir áferðina á þeim alveg einstaklega djúsí og mjúka svo þær algjörlega bráðna í munninum.

Þessar próteinríku browniekúlur eru einnig glúteinlausar þar sem þær innihalda kókoshveiti.

Hnetusmjörið kemur með ómótstæðilegt bragð og próteinduftið eykur svo próteinmagnið ennþá frekar í þessum ljúffengu kúlum.

Að sjálfsögðu innihalda þær líka hreint kakóduft frá Nóa Síríus og eru hjúpaðar í sykurlausa rjómasúkkulaðinu sem er alveg svakalega gott!

Það er upplagt að smella í þessar kúlur og geyma þær svo inn í ísskáp eða frystinum, fá sér svo nokkrar þegar manni langar í eitthvað sætt og gott.

Próteinríkar browniekúlur

Próteinríkar browniekúlur

Próteinríkar browniekúlur

 • 200 g döðlur
 • 300 g kjúklingabaunir
 • 60 g kókoshveiti
 • 40 g hreint sælkerabaksturs kakóduft
 • 25 g súkkulaðipróteinduft
 • 50 g hnetusmjör
 • 2-3 msk möndlumjólk (eða eftir því sem þarf, mismunandi eftir því hversu blautar döðlurnar eru)
 • 300 g sykurlaust rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus

Aðferð:

 1. Setjið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þær og leyfið þeim að standa í a.m.k. 5 mín í heita vatninu.
 2. Hellið vökvanum af kjúklingabaununum.
 3. Setjið allt nema sykurlausa rjómasúkkulaðið ofan í matvinnsluvél og blandið þar til allt hefur maukast.
 4. Útbúið kúlur úr deiginu úr 1 msk af deigi.
 5. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið hverja kúlu, látið stirðna inn í ísskáp.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Próteinríkar browniekúlur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5