Linda Ben

Prótenríkt brauð með rjómaosti, reyktir bleikju og hleyptum eggjum

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 1 brauðsneið

Ristað brauð með rjómaosti, reyktri bleikju og eggjum er eitthvað sem ég borða mjög oft eftir morgunæfinguna. Stundum er ég er í stuði og geri hleypt egg, en stundum ef ég er að drífa mig þá sýð ég þau á hefðbundinn máta.

Gott brauð skiptir mig mjög miklu máli og að ég sé að fá inn góða næringu í hverjum bita. Þess vegna vel ég oft Energi próteinbrauðið frá Pagen. Það er afar bragðgott, próteinríkt og inniheldur mikið af góðum innihaldsefnum.

Prótenríkt brauð með lax, rjómaosti og hleyptum eggjum

Prótenríkt brauð með lax, rjómaosti og hleyptum eggjum

Prótenríkt brauð með lax, rjómaosti og hleyptum eggjum

Prótenríkt brauð með lax, rjómaosti og hleyptum eggjum

 • Pagen Energi próteinbrauð
 • Rjómaostur
 • Reykt bleikja
 • 2 stk hleypt egg
 • Salt og pipar
 • Jómfrúar ólífu olía
 • Spírur (ég rækta heima en það er líka hægt að kaupa tilbúnar t.d. brokkolíspírur)

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að setja vatn í pott og ná upp vægri suðu.
 2. Setjið u.þ.b. 1 msk af ediki í vatnið. Sjóðið eitt egg einu með því að opna eggið ofan í sigti og sigtið frá blautasta hlutann af eggjahvítunni, hellið egginu varlega úr sigtinu ofan í vatnið þannig að það haldi lögun. Gott er að hafa suðuna mjög rólega og jafnvel nota stóra skeið til að halda örlítið utan um eggið ofan í vatninu. Sjóðið í 3-4 mín þar til eggjahvítan er orðin stíf en eggjarauðan ennþá blaut. Takið eggið varlega upp úr pottinum og endurakið fyrir seinna eggið.
 3. Ristið brauðið, smyrjið það með rjómaosti.
 4. Skerið vel af bleikjunni og setjið ofan á rjómaostinn, og eggin þar ofan á. Kryddið með salti og pipar, setjið ólífu olíu yfir og spírur.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5