Linda Ben

Rabbabarajógúrts hrákaka

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Þið eigið eftir að elska þessa rabbabarajógúrts hráköku. Hún er svo ótrúlega góð, inniheldur engan viðbættan sykur og stútfull af hollustu sem nærir líkama og sál! Hún inniheldur döðlur, kasjúhnetur, hnetusmjör, hörfræ og hafra sem maður smellr í blandara og maukar saman. Deiginu þrýstir maður svo í form og gott trix til að ná botninum alveg sléttum er að nota bollamál til að þrýsta deiginu niður. Svo blandar maður saman rabbabarajógúrti, þeyttum rjóma og smellir yfir botninn, skreytir með smá rabbabarasultu og smellir svo í frystinn. Þá er kakan tilbúin til að skera í bita og njóta!

Hægt að útbúa þessa köku með góðum fyrirvara og geyma inn í fyrsti í lokuðu íláti. Hentar vel í veislur þar sem maður vill bjóða upp á fjölbreytt úrval eftirrétta. Sjálf elska ég að eiga þessa köku í frysti til að geta tekið út eina sneið ef mér langar í eitthvað gott.

Rabbabara jógúrtin er svo dásamlega góð og smellpassar með þessari köku. Það er ekki of sætt, heldur kemur með þennan íslenska sumarfýling sem við elskum flest öll. Rabbabara jógúrtin er sérstök sumarvara frá Örnu og er núna í nýjum og ennþá umhverfisvænni umbúðum.

Frosnir jógúrt orkubitar

Frosnir jógúrt orkubitar

Frosnir jógúrt orkubitar

Frosnir jógúrt orkubitar

Frosnir jógúrt orkubitar

Frosnir jógúrt orkubitar

Rabbabarajógúrts hrákaka

 • 200 g mjúkar döðlur (hægt er að nota stífar en þá þarf að smella þeim í heitt vatn fyrst í klukkutíma og mauka svo extra vel)
 • 180 g hafrar
 • 250 g hnetusmjör
 • 25 g hörfræ
 • 50 g kasjúhnetur
 • 300 ml Íslensk jógúrt með vestfirskum rabbara frá Örnu Mjólkurvörum
 • 100 ml þeyttur rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
 • 1/2 dl rabbabarasulta

Aðferð:

 1. Smellið döðlunum í blandara og maukið, smellið svo öllum hinum þurrefnunum út í og blandið.
 2. Takið 25×25 cm form (eða álíka stórt) og þrýstið deiginu í formið.
 3. Setjið jógúrtið og þeyttan rjóma saman í skál og blandið þar til samlagað, hellið ofan á botninn og sléttið úr.
 4. Notið teskeið til að dreifa rabbabarasultunni yfir, fyrst nokkrar doppur af sultu, notið svo hinn endann á skeiðinni til að draga sultuna til í jógúrtinu.
 5. Smellið í frysti í 2 klst þar til frosið og skerið svo í bita.
 6. Hægt er að geyma í frysti eða inn í ísskáp, allt eftir því hvað planið er að geyma kökuna lengi.

Frosnir jógúrt orkubitar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5