Linda Ben

Rauðrófu carpaccio

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Rauðrófu carpaccio er alveg einstaklega bragðgóður forréttur sem mun eflaust koma þér á óvart, hefur þú ekki smakkað það áður.

Að minnsta kosti náði ég að koma fólkinu mínu verulega á óvart með þessum rétti. Þau eru öll mikið kjötfólk og elska hefðbundið carpaccio, þau voru því ekki alveg viss með þessa hugmynd hjá mér að bjóða upp á rauðrófur í forrétt, en létu tilleiðast. Viðtökurnar við rauðrófu carpaccionu voru rosalegar! Þau elskuðu þetta og hvar rétturinn upp til agna á met tíma.

Þetta er ferskur og léttur forréttur sem hentar vel fyrir þyngri máltíðir þar sem maður verður ekki of saddur af honum. Virkilega ljúffengt og gott!

Rauðrófu carpaccio uppskrift

Rauðrófu carpaccio uppskrift

Rauðrófu carpaccio uppskrift

Rauðrófu carpaccio uppskrift

Rauðrófu Carpaccio

  • 2-3 rauðrófur (fer eftir stærð)
  • Asískt babyleaf salat (líka hægt að nota klettasalat)
  • 1 pera
  • U.þ.b. 60 g salatostur frá Örnu Mjólkurvörum + olían með
  • U.þ.b. 1 msk sítrónusafi
  • Salt og pipar
  • Brómber

Aðferð:

  1. Ef þú notar ferskar rauðrófur, skerðu þá toppinn og botninn af og vefðu þeim inn í álpappír. Bakaðu við 200°C í rúman klukkutíma eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Ef þú notar forsoðnar rauðrófur, þá sleppiru þessu skrefi.
  2. Skerið rauðrófurnar í þunnar sneiðar með mandólín. Raðið sneiðunum á fallegan, frekar stóran disk eða bakka.
  3. Raðið salatinu á rauðrófurnar.
  4. Flysjið peruna og skerið hana í þunnar sneiðar með mandólín. Rúllið upp sneiðunum og raðið á bakkann.
  5. Dreifið fetaostinum yfir ásamt olíunni af fetaostinum.
  6. Kreistið sítrónusafa yfir allt.
  7. Kryddið með salti og pipar.
  8. Setjið brómber á bakkann.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Rauðrófu carpaccio uppskrift

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5