Linda Ben

Rauðrófu smoothie

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir | Servings: 1 drykkur

Rauðrófu smoothie er með því hollara sem þú lætur ofan í þig. Þessi smoothie saman stendur af appelsínu, gulrót, forsoðinni rauðrófu engifer, banana og svo hafraskyri til að gefa prótein og mjúka áferð.

Smoothie-inn er fullur af góðri næringu og er virkilega bragðgóður og einstaklega fallegur.

Rauðrófur hafa lengi verið þekktar fyrir hversu hollar þær eru. Þær eru ríkar af trefjum, folat (B9-vítamín), magnesium, járni, C-vítamíni til dæmis. Þær eru taldar hafa marga ávinninga fyrir heilsuna eins og til dæmis auka blóðflæði, lækka blóðþrýsting, hreinsandi fyrir lifrina og stuðla að auknu úthaldi við æfingar.

Appelsínur eru m.a. þekktar fyrir að vera ríkar af C-vítamíni og gulrætur ríkar af A-vítamíni. Bananar eru ríkir af góðum steinefnum svo sem magnesium. Engiferið er svo eflaust þekktast fyrir að minnka bólgur í líkamanum

Þessi smoothie er frekar þykkur en ef þið viljið þá getiði bætt klökum eða köldu vatni (u.þ.b. 1 dl) til að fá hann þynnri.Rauðrófu smoothie Rauðrófu smoothie

Rauðrófu smoothie

  • 1 lítil forsoðin rauðrófa
  • 1 appelsína
  • 1 gulrót
  • 1/2 banani
  • 1 cm engiferbútur
  • 1 dl frosin jarðaber
  • Hafraskyr með jarðaberjum frá Veru Örnudóttir
  • Klakar (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið ööll innihaldsefni í blandara og blandið þar til orðið að drykk

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rauðrófu smoothie

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5