Linda Ben

Rauðvíns spagettí bolognese

Recipe by
30 mín
| Servings: 4 manns

Rauðvíns spagetti bolognese.

Þetta er skemmtileg útgáfa af hinum klassíska rétti en rauðvínið í sósunni skilar sér með kröftugu og dýpra bragði af sósunni. Annars er þetta afskaplega einfaldur réttur sem allir eiga að geta leikið sér með að galdra fram í eldhúsinu.

Rauðvíns spagetti bolognese

Rauðvíns spagetti bolognese

Rauðvíns spagetti bolognese

  • 250 g spagettí
  • 500 g nautahakk
  • Ólífu olía
  • 1 laukur
  • 1 gulrót
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 650 ml pasta sósa
  • 1 msk ítölsk kryddblanda (oregano, timjan, basil)
  • 1/8 tsk þurrkað chillí
  • 1 dl rauðvín
  • Salt og pipar
  • Parmesan
  • Ferskt basil

Aðferð:

  1. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skerið laukinn og gulrótina niður og steikið á pönnu upp úr ólífu olíu.
  3. Bætið nautahakkinu út á pönnuna og steikið það í gegn.
  4. Skerið hvítlaukinn eða pressið í gegnum hvítlaukspressu og steikið létt, bætið svo pastasósunni út á. Kryddið til með ítalskri kryddblöndu, chillí. Bætið rauðvíninu út á og blandið saman, kryddið með salti og pipar og smakkið til. Látið suðuna koma upp og leyfið að malla rólega í 4-5 mín. Bætið spagettíinu út á og blandið saman.
  5. Berið fram með parmesan og fersku basil.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Rauðvíns spagetti bolognese

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5